Hér á áhugamálinu er að finna tengil á heimasíðu fyrirtækisins Zetu, sem stendur m.a. að útgáfu samnefnds teiknimyndassögublaðs. Vildi ég spyrjast fyrir um hvort einhver veit hvort þetta fyrirtæki er enn við lýði?
Það er jú þannig að ég pantaði hringadróttinsmyndasögurnar sem hefur nú alltaf vantað í JRRT bókasafnið mitt í júní, hringdi og spurðist fyrir um þær í ágúst, og fékk þau skilaboð að þetta yrði afgreitt asap, en ég hef ennþá engar myndasögur séð. Ekki hef ég heldur fengið svar við símhringingum né e-mailum. Væri gaman að heyra hvort einhver þekkir þarna til.