Preacher er mín uppáhald teiknimyndasería og er búinn að vera lengi. en það er eitt sem ég bara skil ekki…

Sko, í fyrstu bókinni að Preacher, hittir Cassidy, the Saint of Killers inn á bar í Texas þar sem The Saint er búin að myrða fjölda manns… eins og honum er einum lagið… en sem sagt, samskipti þeirra enda á því að Cassidy er skotin af the Saint… og verandi vampíra skríður saman aftur… en hins vegar er í fjórðu bók sagt frá upphafi Saintsins og þegar byssan hans er gerð er sagt að hún muni ávallt hitta og ávallt vera banvæn…

Þannig að hvernig stendur þá á því að Cassidy er enn á lífi… ég meina [spoiler] Saintinn “drepur” sjálfan Guð með þesari byssu þannig að er Cassidy máttugri en sjálfur Guð?!?

Kannski er ég að pæla óþarflega of mikið í þessu en… samt… :)<br><br>————–
Disintegration is easy, you want to impress me, reintegrate it…
————–