Eins og sumir vita fara tökur á bíómyndinni Batman vs. Superman bráðum í gang og á þetta víst að vera hin mesta stórmynd. Þessi mynd á að vera stórmynd og býst ég ekki við neinu minna en það. Myndin verður byggð að hluta til á Batman blaði sem nefnist “The Dark Knight returns” og er það MJÖG gott blað og hvet alla til að lesa. Allavega á þetta víst að vera bísna góð mynd og miklar væntingar er gerðar í átt til hennar, ekki veit ég hver á að leika Batman en ég hef heirt að Matt Damon eigi að leika Superman (WTF).

Myndin á að gerast eftir að Batman hefur lagst í helgan stein og er allt að fara til helvítis í borginni Gotham. Batman er orðin goðsögn í huga ungra manna og trúa varla foreldrum sínum (sem voru ungt folk á tímum Batmans) sem seigja sögur af honum. En þegar Bruce Wayne (sem er nú orðin 60-70 ára) er farin að taka eftir hvað glæpir hafa aukist snýr hann aftur (dum, dum, dummmm). En þeir sem vilja finna út hvernig Superman flækist inn í málin skulu bara lesa blaðið “The Dark Knight returns” eða bara bíða eftir myndinni.

Þetta blað (The Dark Knight returns) hefur gersamlega breitt ímynd minn af Batman og Superman sem hafa aldrey litð eins vel út í mínum augum fyrr en í þessu blaði (þeir eru hálf pussygerðir í þessum JLA blöðum)og aftur; Ég hvet alla til að lesa þetta teiknimyndablað (teiknimyndabók öllu heldur).