Kvikmyndir byggðar á myndasögum eru ekkert nýtt af nálinni.
Allt frá upphafi nútímakvikmyndagerðar hafa myndasögur verið endalaus innblástur fyrir kvikmyndagerðamenn.
Elsta myndin sem ég veit um sem byggði á myndasögu er Tillie the Toiler frá 1928.Myndin byggði á samnefndum sögum eftir Russ Westover. Leikkonan Marion Davies lék Tillie og var tilnefnd til Óskars fyrir vikið.Sami leikstjóri og gerði Tillie-myndina(sem ég man ekkert hvað hét) gerði síðar árið 1945 mynd sem byggði á Blondie eftir Chic Young.Þar fór Arthur Lake með hlutverk Dagwood og Penny singleton lék Blondie öfugt við Tillie var Blondie ekkert sérlega góð og líka mjög lítið stuðst við myndasögurnar.
Fyrsta alvöru myndasögumyndin var Batman and Robin frá 1942.Hún var B-mynd af bestu gerð.Í henni lék Lewis Wilson(frekar óvinsæll hryllingsmyndaleikari)Batman og leit helst út fyrir að vera ofvaxin krakki í Batman-búning sem passaði greinilega ekki.Douglas Croft lék Robin og var nánast eini góði leikarinn í myndinni.eins og flestar B-myndir var myndin tekin 3 dögum og lítil áhersla lögð á eftirvinnslu.Þeir Bob Kane og Bill Finger voru mjög óánægðir með útkomuna og lofuðu sjálfum sér því að selja aldrei ahtur kvikmyndaréttinn á Batman.Það loforð var ekki efnt því 1964 keypti sjónvarpsstöðin ABC rétin og gerði 11 þátta þáttaröð um Batman.Þar fór Adam West með aðalhlutverkið og leit í þetta skptið út eins Wannabe ofurhetja,það fyndnasta var að þaðsást í bumbuna á honum þannig að búningirunn aðeins of þröngur.Þessum þáttum var breytt árið 1966 í kvikmynd og varð hún hni ágætasta.
Árið eftir fékk söngvari nokur sem var einnig mikill áhugamaður um myndasögur þá hugmynd að gera söngleik um Superman á Broadway.Það var ekkert nýtt þá að gera leikrit byggð á myndasögum.árið 1922var gerður Ballet eftir Krazy kat eftir Herriman(sem er snilld)
og árið 1956 var gerður söngleikur eftir Li´l Abner eftir Al Capp Sem gekk mjög vel og varð síðar kvikmynd.Superman söngleikurinn gekk mjög stutt og fékk afleita dóma.Þeir þrjóskuðust þó við´edda og sett´ann afturupp árið 1970 og gekk jafnvel enn verr.
Einnig á síðari hluta 7. áratugarins gerði ítalinn Roger Vadim mynd sem byggði á myndasögunum Barbarella eftir Jean claude Forest.Jane fonda fór þar með hlutvek Barbarellu.Lítið var að segja um gæði myndarinnar og flestir fóru bara á hana til að sjá Jane Fonda hálfnakta.Einnig sama ár gerði Ralph Bakshi teiknimynd byggða á underground myndasögunum Fritz the cat eftir Robert Crumb.Sú mynd var aftur á móti algjört meistaraverk og ein besta mynd Ralphs.
árið 1978 kom út fyrsta Superman-Myndin.Hún var eftir Richard Donner og Cristopher Reeve lék Superman.útkoman varð mjög góð og vann óskar fyrir tæknibrellur.íkjölfarið fylgdi Superman 2 sem var ef ekki bara betri en fyrri myndin.íÞetta skiptið Leikstýrði Richard Lester myndinni því Donner ákvað skyndilega bara að hætta við allt saman.upphaflega átti Superman 2 að koma út árið eftir hina en vegna þess að Donner hætti tafðist hún aðeins.Eftir hana kom Superman 3 sem var bara ágæt og hin ógeðslega lélega
Superman 4:quest for peace.
árið 1989 var 3ja tilraunin til að gera Batman að kvikmynd frumsýnd.Maðurinn á bak við þá mynd var tim Burton sem hafði lesið sígilda meistaraverkið Dark knigt Returns eftir Frank Miller og þótti þetta afbragðs hugmynd að reyna að sýna
Batman í öðru ljósi og byrjaði strax að skrifa eins konar handrit en það virðist bara ekki ætla að ganga. Það var ekki fyrr en Frank sendi frá sér seinni Batman söguna sína Batman:Year one að það byrjaði að ganga hjá honum.Michael Keaton ljáði Batman leik sinn,en aðal senuþjófurinn var Jack Nicholson í hlutverki jókersins og sýndi hann dágóðan leik. Eftir hana kom Batman Returns þar sem Danny devito fór á kostum sem mörgæsin.
Hin Framhöldin voru Batman forever og Batman and Robin sem báðar voru alveg hundlélegar.
af öðrum myndasögumyndum má nefna hina ágætu Blade sem byggði á samnefndum marvel blöðum eftir Marv Wolfman,og mislita framhaldið Blade 2.X-men kom út árið 2000 og var alveg ágætt.Nýjari myndir eru Spiderman og bráðum kemur í bíó The incredible Hulk eftir
Ang Lee.

svona að lokum ætla ég að nefna nokkrar myndir sem eru undir gífurlegum myndasöguáhfrifum eins og Citizen Kane frá 1942 sem er af mörgum talin besta mynd allra tíma,þar notaði leikstjórinn Orson Wellws myndavélina svipað og japanskir teiknarar eiga til með að breyta sífellt um sjónarhorn.Þau áhrif voru meiri í
The MatrixÞar sem leikstjórarnir Larry og Andy Wachowsky reyndu að nálgast þessi kyrrstæðu augnablik einnig með myndatökunni.Þeir gerðu það stundum að snúa myndavélinni í kringum leikarana,eð haf alls 200-300 myndavélar og láta þær byrja að taka með svona nokurra míkró sekúndna millibili svo að hreyfingarnar á byssu kúlunum sjást.

Sjáumst síðar félagar……