Hæ Hugarar ;-)

Það kemur mér svolítið á óvart hvað Grettir er vinsæll meðal Það kemur mér svolítið á óvart hvað Grettir er vinsæll meðal Hugara…ekki það að mér finnist hann eitthvað slappur, síður en svo!
Ég féll fyrir Gretti eins og svo margir, hérna um árið (1985) og fylgdist með sögum og verslaði bækur s-s allan pakkann en svo dvínaði áhugi minn á honum þar sem mér fannst hann vera svolítið að endurtaka sig………má vera að ég hafi líka bara vaxið upp úr honum?
Ég verð þó að segja að Grettir hafði mjög mikil áhrif á mig sem teiknara. Þessar hreinu línur hafa alltaf heillað mig mikið.

Ég mæli þó persónulega með Calvin&Hobbes. Þar má finna skemmtilegar teikningar og mjög svo vel skrifaðan texta.
Ég get lesið þær bækur aftur og aftur………og aftur og alltaf fundið eitthvað nýtt í þeim.

Annars er ég mikill Ástríks, Sval&Val og Viggó maður í húð og hár! Hérna í Hollandi hef ég verslað allar þær bækur með Sval&Val og Viggó sem ekki hafa verið gefnar út heima. Það er heill skógur af bókum hérna sem maður sá aldrei heima……..alveg ótrúlegt úrval!!

Jamm, það var nú ekki meira að svo stöddu!

Kveðja frá Hollandi,
Ingi

P.s. Eru hérna einhverjir sem teikna myndasögur?
www.facebook.com/teikningi