Myndasögublaðið Heimur Sjonna komið í verslanir! Jæja þá, kæru lesendur…

…en fyrst svolítinn lúðraþyt=TA TA TA TAAAAAAAAA!!

Það tilkynnist hér með að myndasögublaðið <a href="http://www.heimursjonna.com“> Heimur Sjonna</a> er byrjað að skríða í verslanir á höfuðborgarsvæðinu.
Hér er um að ræða allt það efni sem gefið hefur verið út í Bleiku&Bláu frá 1999 til loka 2001. Blaðið er, auðvitað, í fullum lit og upp á einar 48bls. þar af er ný 6 blaðsíðna saga um frelsishetju lýðsins, hann Súper Sjonna og hans gloríur.
Þar sem dreifing er nýbyrjuð – og alfarið í mínum höndum - er ekki hægt að nálgast blaðið “hvar sem er” en til að gera áhugasömum auðveldara að nálgast eintak þá hef ég sett upp síðu sem sýnir þær verslanir sem selja gripinn og má finna hana hér: myndasögublaðið <a href=”http://www.heimursjonna.com/verslun“>Verslanir sem selja Heim Sjonna.</a>
Ég segi því bara - Veljum íslenskt, he he! ;-)

Og nú! – aftur að teikniborðinu því skilafrestur nálgast!

Bestu kveðjur,
Ingi&Sjonni

Psst. Ef ”linkarnir" klikka eitthvað copy-paste www.heimursjonna.com
www.facebook.com/teikningi