www.heimursjonna.com <b>Hæ, kæru Hugarar!</b>
Loksins er Sjonni búinn að festa kaup á Urli og heitir sá <a href="http://www.heimursjonna.com“>www.heimursjonna.com</a> - nema hvað!?
Þar sem kaupin áttu sér stað í gær er ekki mikið að finna á síðunni, já, nema þá hlekk yfir á <a href=”http://www.cafepress.com/sjonni">netverslun Sjonna </a>karlsins. Sjonni er nefnilega kominn í smá bissness með boli, bolla og annan varning!
Stefnan er að setja upp sniðuga síðu með Sjonna og hafa hana í huggulegri kantinum s-s ekki mikið um (sýnileg) dónalegheit svo allir geti nú skoðað sig um.
Á netinu mun Sjonni sem sagt færa sig yfir í öllu fjölskylduvænni húmor (a-la Viggó Viðutan) en það verður hægt að ganga að honum í Bleiku&Bláu í sama gamla forminu …eins og hans er von og vísa.
…og talandi um Bleikt&Blátt!
Þessa stundina er verið að leggja lokahönd á uppsetningu Sjonnabókar sem gefin verður út af Myndasöguskúrnum.
Þetta verður samantekt á þeim sögum sem gefnar hafa verið út í B&B frá Mars1999-Des.2001 + 6 blaðsíður af glænýjum og óútgefnum Súper Sjonna. Heilar 52 bls. af Sjonna kallinum!!
En ég mun pósta allt um það þegar nær dregur útgáfu bókarinnar.
Sjonni er s-s á fullu þessa dagana og mun láta heyra í sér fljótlega varðandi opnun heimasíðunnar og útgáfu bókarinnar en þangað til skuluð þið (sem aldur hafa) glugga aftast í B&B og “bookmarka” www.heimursjonna.com ;-)

Bestu kveðjur,
Ingi & Sjonni
www.facebook.com/teikningi