–EverQuest: The Ruins of Kunark–
Wildstorm
skrifað af: Jim Lee og Brad McQuaid
Teiknað af: Jim Lee

Mikið umstang var yfir útgáfu þessa blaðs þar sem það markaði endurkomu Jim Lees eftir talsverða pásu. Ég keypti þetta blað af einskærri forvitni og út af því að ég var EverQuest spilari.

Persónulega mæli ég ekki með þessu blaði við einn einasta mann nema hann sé EverQuest spilari og vill eyða peningi í eitthvað. Sagan er ótrúlega klisjukennd og Corny og varla mætti kalla þetta sögu þar sem það gerist mjög lítið í þessum pappírsbleðli. Teikningarnar eru flottar að mörgu leyti en mér finnst þær frekar grófar. Smá Marc Silvestri fílingur í þessu nema það að hann notar 100 sinnum meira corsshatching og kriss krass. Meira að segja Litaguttinn hefur eitthvað verið að flýta sér þar sem litavinnan er slöpp að mínu mati og ég hef séð marga amatöra gera betur en þetta.

Maður þarf samt að líta á þetta fyrst og fremst sem promo efni fyrir EverQuest. Efni sem er gefið út í þeim tilgangi er sjaldan gott.

Minn dómur: Haldið ykkur frá þessu nema þið spilið EQ og hafið ekkert betra við peningana að gera.
[------------------------------------]