Crimson Bækurnar CRIMSON VARÚÐ GÆTI VERIÐ SMÁ SPOILER

Jamms og jæ því miður er ég nú búinn með Crimson en bækurnar en eins og einhver sagði allt gaman verður að taka endi.

Jæja já

Crimson skrifað af Brian Augustyn Teiknað af Humberto Ramos
Inkað af Sandra Hope
——————————————————-
Crimson myndasagan fjallar um 16 ára strákinn Alex Elder
hann lendir í rifrildi við foreldra sína og ákveður að fara á rúntinn með vinum sínum gegnum Central Park. Þar rekast þeir á vampírur sem drepa alla vini hans og eru að fara að drepa hann þegar undarlegur maður kemur honum til bjargar. Næsta dag vaknar Alex og maðurinn segir honum að hann hafi bjargað honum og að hann sé Vampíra. Alex vill ekki trúa þessu og hleypur út í sólina en hún brennir hann. Fyrst um sinn vill Alex ekki trúa því að hann sé Vampíra en sættir sig svo við það. Hann kynnist vampírunni Joseph(Joe) og þeir verða góðir vinir.
Seinna í sögunni kemst Alex að því að hann sé sá útvaldi sem á að drepa Vampírumóðurinna. Saman í söguna flettast svo Sankti Georg, kristin ofsatrúarregla og ýmsar aðrar furðuskepnur.

Ingapinka benti mér á þessa sögu og ég verð að segja að hún er hreint út sagt brilliant þessi saga

Hér ætla ég að ratea art og sögu í hverri bók fyrir sig

Bók 1 - VÁAAAAAAA Snilld heldur manni föngnum og manni langar í meir teikningar frábærar

Bók 2 - Ekki alveg jafn góð en samt snilld engu að síður teikningarnar breytast og finnst mér þær hafa versnað

Bók 3 - Ekki veit ég hvað var að gerast hér því hér var ég ekki alveg sáttur bók 3 er að mínu mati verst af 4.

Bók 4 - Crimson snýr aftur og sannar að þetta sé snilldarsaga og teikningarnar batna finnst mér

All in all þá gef ég crimson *** og 1/2 af *****
Bók 3 dróg söguna niður um 1/2

Jæja þetta er bara það sem ég hef að segja um þetta.