Ég ætlaði bara aðeins að fjalla um hina óumdeilanlegu snilld sem er Spiderman myndin!!!
Myndin skilaði öllu sem ég átti von á, ég var búinn að hypa hana svo mikið upp og það sem var ótrúlegast var að hún stóð öll undir væntingum. Hún sýnir á mjög góðan hátt hvernig hinn aulalegi Parker gengur í gegnum þessa breytingu og verður á snilldarlegan hátt “the friendly neighbourhood spider-man”.
Allar persónurnar eru leiknar á nákvæmlega eins hátt og þær voru/eru í teiknimyndunum (er reyndar hættur að lesa Spiderman, eftir identity crisis og a new beginning fór það út ´soldið rugl, endilega segið mér ef það er eitthvað varið í þetta núna).
Mary Jane, Flash Thompson, J.Jonah Jameson(einn af skemmtilegustu karakterum að mínu mati) og Osborn feðgin eru leikinn af einskærri snilld.
Skemmtilegar references eru gerðar sem fólk mundi bara fatta ef það hefði lesið söguna, t.d. er Peter í vinnu hjá Dr. Connors, Dr Connors leikur einmitt Eðluna í sögunum.
Allt í allt, geðveik mynd. Ég var eiginlega með gæsahúð alla myndina og sagði oft upphátt með mér “SNILLD”, og felldi ég næstum tár þegar Uncle Ben var skotinn.
Mæli með henni fyrir alla, nú verð ég bara að grafa upp Spiderman safnið mitt!!!