Hvernig væri það ef það væri hægt að láta birta teiknimyndasögur á huga sem við notendurnir sendum inn? Ég veit að það eru örugglea mjög margir sem vildu sjá teiknimyndasögurnar sínar á vefnum. Ég og vinur minn höfum verið að teikna teiknimyndasögur nokkuð lengi og þær hafa verið birtar í skólablaði MH og einnig dreifðum við þeim ljósrituðum um skólann. Það eru margir miklir snillingar á Íslandi og margir af þeim eru á huga.is og eins og ég þá vilja þeir að risastór útgáfufélög gefi út sögurnar sínar. Þá geta stórútgáfufélög komið á huga og séð sögur eftir mikla listamenn og jafnvel haft samband við þá. Ég er búinn að gera FULLT af sniðugum sögum sem voru mjög vinsælar í skólanum…a.m.k hjá einhverjum. Ég vona að góða fólkið á huga sjái sér fært að veita þessa þjónustu því ég er viss um að allir eru spenntir að sjá uppá hverju Bjálfi tekur uppá.

þið getið séð mynd af Bjálfa í DRAW CLUB undir Bjálfi. þetta er ekki mjög vönduð mynd af honum en svona lítur hann út í grófum PAINT dráttum.
———————