Luis Royo Luis Royo er spánverji sem hefur hlotið talsverða frægð fyrir fantasíuteikningar sínar. Hann vinnur við að teikna fantasíumyndir fyrir bækur, tímarit (t.d. Heavy Metal myndasögublaðið), tölvuleiki og jafnvel geilsadiskahulstur.

Hann fæddist árið 1954 í Olalla á Spáni en ólst upp í Zaragoza. Hann byrjaði feril sinn á því að læra einvherskonar arkitektúr (technical drawing for construction) og svo málun, innanhúss hönnun og fleira. En árið 1978 fékk hann áhuga á teiknimyndasögum(fyrir fullorðna) og heldaði sig þeim upp frá því. Á árunum 1981-1982 voru verk hans gefin út í tímaritum á borð við Rambla, El Víbora og Heavy Metal. En raunverulegt upphaf frægðar hans er talin vera árið 1983 þegar hann kynntist Rafael Martínez á myndasöguhátíð í Zaragoza og samþykkti að gera fimm teiknignar fyrir Norma Editorial. Síðan þá hefur hann unnið margar myndir og öðlast sífellt meiri frægð. Hann hefur gefið út bækur með myndum sínum, tarot spilastokka og portfolio sem hafa notið mikilla vinsælda. 1995 var farið að nota verkin hans í söluvarning eins og dagatöl, boli og plaköt.

Bækur sem hann hefur gefið út :

Women - 1992
Malefic - 1994
Secrets - 1996
Dreams - 1999
Prohibited Book I - 1999
Evolution - 1999
Prohibited Book II - 2001
Conceptions I - 2001
Visions - 2003
Prohobited Book III - 2003
Conceptions II - 2003
Fantastic Art - 2004
Prohibited Sketchbook - 2004
Conceptions III - 2005
Subversive Beauty - 2006
Dark Labyrinth - 2006
Wild Sketches - 2006

Tarotspilastokkar:

The Black Tarot - 1998
The Labyrinth Tarot - 2004

Portfolio:

Warm Winds
III Millenium
Striptease
Tattoos
Chains
Prohibited
Tattoo and Piercing

Meðal merkilegustu verka hans að mínu mati eru Prohibited bækurnar, The Labyrinth Tarot og Subversive Beauty. Prohibited trílógían inniheldur virkilega erótískar myndir þar sem Royo spilar með ævintýrið um Fríðu og dýrið sem helsta þema. The Labyrinth Tarot er merkilegt fyrir það að hann var fjögur ár að ljúka stokknum sem samanstendur af tarotspilum með hans útfæringu á hverju spili, ásamt bók með öllum myndunum og útskýringum höfundarins á hverju spil fyrir sig. Subversive Beauty er ein af nýlegustu bókunum og er mitt persónulega uppáhald vegna vandaðra teikninganna(sjá mynd sem fylgir greininni.

Fyrir áhugasama mæli ég með að skoða síðuna Http://luisroyofantasy.com því þar er hægt að skoða myndirnar úr öllum bókunum og tarotspilunum sem og lesa nánar um listamanninn.
“I'm one of those regular weird people” - Janis Joplin