Viðbjóður, í sinni upprunalegu mynd, táknaði einhvern eða eitthvað sem manni bauð við. Þetta var ég fullviss um þar til ég rakst á teiknimyndabókina HAW! í Nexus. Ég tók upp þessa agnarsmáu bók sem var innpökkuð í plast og afgreiðslumaðurinn sagði mér að ef ég hefði gaman að viðbjóði, þá hefði ég sko gaman að þessu. Ég sló til og keypti þessa skaðræðisbók. Ég reif plastið af spenntur og opnaði gripinn. Og þegar ég hafði komist í gegnum alla bókina (tók ekki langan tíma) þá uppgötvaði ég að ég hafði verið að hlæja af mér rassgatið að einhverjum viðbjóðslegasta sora sem til er og mér bauð ekki við því! Tékkið á þessari bók ef þið hafið gaman að svona óþverra. Þið hin sem finnst viðbjóður vera viðbjóðslegur, þið getið líka keypt þetta og nöldrað yfir því.