Andrés Önd & Co. Sælinú..!

Andrés Önd ‘'fæddist’' árið 1931. Walt Disney var 8 ára þegar hann fattaði uppá Andrési. Þótti Walt Disney afbragsgóður í teikningum. Byrjaði hann fyrst víst að selja nágrönnunum nokkrar sögur, og hans fyrsta var The Wise Little Hen.

Hér mun ég segja frá nokkrum persónum.

Andrés Önd: Andrés Önd er mjög bráðlyndur, og er alveg afskaplega óheppinn útí allar hliðar. Oftast í sögunum sem maður les er hann alveg staurblankur, en stundum má maður sjá hann borga háar fjársektir fyrir að leggja bílnum sínum ólöglega. ‘'Skrjóðurinn’' hans Andrésar er gamall og slitinn og gengur fyrir vatns-þið vitið. Bílnúmerið á bílnum er 313 ( óhappatala xD ) PS: Andrés losnar aldrei við skuldirnar sínar.

Ripp Rapp og Rupp: Þeir bræðurnir misstu móður sína og var þá Andrési, bróður/frænda móður þeirra, skipað í föðurstöðu. Þeir ganga í göfugan flokk svokallaðann, sem kallast Grænjaxlarnir. Eru þeir mjög stoltir af að vera í þeim flokk og bera þeir ávallt á sér Grænjaxlabókina, sem veit meira en Einstein.
Þeir eru alltaf að finna uppá nýjum áhugamálum, sem aumingja Andrési fellur sjaldan vel við.

Andrésína Önd: Ekki veit ég af hverju Andrésína er líka kölluð Miss Önd, því að Andrésína er kærasta Andrésar… Þá eru eru þau frænkur og frændi :S Allavega. Andrésina er kærasta Andrésar og hún gengur í klúbb sem kallast Kvennaklúbburinn. Hún er sannkölluð hefðarfrú, með maskarann ávallt við hendina. Hún ætlast til mikils af Andrési, og í einni Syrpusögunni lét hún Andrés klæðast kvennafötum fyrir Kvennaklúbbaballið svokallaða O.o …

Jóakim: Jóakim er frændi Andrésar og er ríkasta önd á jörðu. Jóakim gerir hvað sem er til að spara og er með sama tepokann í 50 skipti. Jóakim á dugnaðar þjón sem heitir Jóhann. Jóhann er afbragðs þjónn sem fær 5 KR frá Jóakim á dag eða ekkert. Peningageymirinn hans Jóakims er svona útlýtandi: Geymirinn er blár kassalaga hlutur með stóru KR merki, merki Jóakims, framaná. Gulur blettur er á hlið geymisins, og ekki má gleyma stóru kúlunni ofaná geyminum. Jóakim er í klúbbi sem heitir ‘' Milljarðamæringaklúbburinn ’' og er Jóakim, að sjálfsögðu, bæði ríkasti og nískasti meðlimur klúbbsins.

Hábeinn Heppni: Hábeinn Heppnier heppnasta önd í heimi og getur ekki opnað hurðina án þess að vinna glænýjan Porche með 500 hestafla vél. Augu Hábeins beinast aðallega að Andrésinu, sem er kærasta Andrésar eins og þið vitið, en ekki tekst það alltaf. Andrés gerir eins og hann getur til að halda Andrésínu, sem tekst yfirleitt. Hábeinn Heppni er með egóið í lagi og er einstaklega latur í allar hliðar.

Fiðri Frændi: Fiðri er skrítinn með öll hin skrítnustu áhugamál. Fiðra tekst alltaf að klúðra öllu, og tekst honum ávallt að plata Andrés í glæfrarverk sín, svo heldur Fiðri alltaf að hann sé að gera góðverk.

Pikkó: Pikkó er með 77 háskólagráður, og er útskrifaður í ÖLLU. Ef maður spyr Pikkó að einhverju, svarar hann því samstundis. Hann er oft á RVP, s.s. Ráðstefnu Viðutan Prófessora. Hans megin áhugamál eru pöddur atm, og einhver alveg leiðindadýr, eins og laufblaðasnýkju eitthvað …

Birgitta: Birgitta er falleg meðal aldurs kona, sem hefur eitt markmið. Ná ástum við Jóakim. Birgitta reynir hvað sem er til að fá Jóakim í faðm sinn, sem aldrei tekst því að Jóakim gjörsamlega hatar Birgittu. Andrésína og Birgitta eru mestu mátar.

Jói Rokkafellir: Jói Rokkafellir er viðskiptarisi eins og Jóakim, sem tekst stundum en ekki nærrum því alltaf. Jói Rokkafellir byrjar á því að bregða fæti fyrir Jóakim, en Jóakim bregður ávallt við fæti. Jói á þjón sem heitir Láki.

Amma Önd: Amma Önd, öðru nafni Andrea ( sem kemur ekki oft fyrir í sögunum ) er Amma flestra í ættinni, og bakar alltaf ljúffengar bökur, með gömlu en góðu eldavélinni Rafalína III. Amma Önd á húðlatan vinnumann sem heitir Gassi Gæs. Hann er eilítið breiður og gerir ekki annað en að sofa, skíta og borða. Amma Önd á bændabýli einhversstaðar útí sveit, og duglega kú.

Gumpur frændi: Ekki veit ég mikið um hann, en hann hefur birst nokkrum sinnum í Andrésblöðum … Hann er með sítt, hvítt skegg og grænan hatt og grænan frakka.

VÚPS, gleymdi einu! Jóakim á líka einkaritara sem heitir Ungfrú Pikkólína ( heitir ekki ungfrú, en Jóakim felst vel við að kalla hana Ungfrú Pikkólínu, þykir það líka góð kurteisi. )

Georg: Georg er góður hugvitssmaður sem getur fundið hvað sem er upp. Jóakim leitar oft til hans ef hann vill einhverjar góðar tækninýjungar, frítt að sjálfsögðu. Andrés leitar líka oft til Georgs ef hann á í vanda.
Georg á lítinn ‘dótakall’ sem heitir Litli Hjálpari. Hann hefur sitt stolt og persónuleika.


Gull-Ívar var eitt sinn keppninautur Jóakims, en eftir að Jói Rokkafellir kom til sögunnar hefur þessi ágæta persóna hægt og hægt dáið út.

Jæja, þetta er mín grein og vona að ykkur líki hún. Öll Comment velkomin.