Blade of the Immortal Blade of the Immortal(Japanska nafnið: Muugen no Juunin = Inhabitant of Infinity
Höfundur: Hiroaki Samura

“Blade of the Immortal” fjallar um samurai sem heitir Manji og vinnur fyrir illan meistara. Hann kemst að hinu illa í meistara sínum og drepur hann. Það að drepa meistara sinn, í Japan til forna, var langt frá því að vera löglegt og verður hann einn mest eftirlýsti maður i Japan. Hann drepur um 100 lögreglumenn sem eru að reyna að ná honum og hann ákveður að hann eigi ekki skilið að lifa eftir það. Hann reynir að drepa sjálfan sig en kemst að því að hann mun ekki fá svona fljóta lausn frá málum sínum. Hann verður ódauðlegur en finnur samt fyrir sársauka eins og áður. Til þess að lyfta þessari bölvun þá þarf hann að drepa 1000 illa menn(sem skýrir nafnið á fyrstu bókinni “Blood of a thousand”).

Hann flakkar um Japan og lendir í útistöðum við Itto-ryu sem vilja útrýma öllum sverðaskólunum í Japan og verða þar með öflugasti og eini skólinn. Inn í þetta blandast Rin. Ung stelpa sem á föður sem lendir í Itto-ryu. Hann er drepinn og þeir taka móður hennar. Hún sækist eftir hefndum og fær Manji til að hjálpa sér.

Serían hefur verið tilnefnd til margra verðlauna og hefur unnið þó nokkur. Teikningar eru afar áhrifaríkar og mjög grófar. Bardagasenurnar eru næstum alltaf hreinar blýantsteikningar og fær maður meiri tilfinningu á óreiðunni sem bardagar eru. Einnig er Hiroaki afar fær teiknari. Bækurnar eru orðnar um 7 talsins í USA og Hiroaki er víst enn að skrifa þær í Japan.

Fyrir þá sem fíla “Lone Wolf and Cub” þá er “Blade of the Immortal” tilvalin sería til að fylgjast með.

****1/2 i minni bók.
[------------------------------------]