Ný myndasaga eftir íslenskan höfund Jæja kæru lesendur,
Það vill jú svo skemmtilega til að komin er í sölu í versluninni nexus ný myndasaga
eftir íslenskan höfund sem kýs að kalla sig s-clover. Framleidd af hinum enn óþekktu
SirrClover comics sem vonandi, og að öllum líkindum, koma til með að færa ykkur fullt af sniðugu efni.
Þessi litla bók hlaut nafnið ‘Pathetic Poetic Extremely Short Tales of Freaky Abominations and Stuff’
og er skrifuð á ensku. Hún inniheldur nokkrar litlar sögur í bundnu máli ásamt, auðvitað, skemmtilegum
myndum. Þessi litla bók er full af blóði og svörtum húmor sem ætti að geta kætt marga lesendur.
Endilega kíkið á þetta í myndasögu versluninni Nexus.

Takk fyrir.