Dominic Deegan: Oracle For Hire Blessaðir aftur. Nú hef ég ákveðið að henda inn einni vefmyndasögu í viðbót.

Þessi kallast Dominic Deegan: Oracle for Hire og er skrifuð af Michael Terracciano.
Í stuttu máli fjallar sagan um Dominic sem er sjáandi. Sjáendur hafa þann einstaka hæfileika að sjá fram í tíman eða fylgjast með ákveðnum atburðum eða einstaklingum hvort sem það er að gerast í nútímanum eða í fortíð. Náttúrulega snúast því ævintýri hans um þann hæfileika.
Í upphafi er höfundurinn skrifandi einfalda brandara sem er bara ein eða tvær síður eins og t.d. þjófar sem ákveða að ræna gaurinn í bænum sem SÉR FRAM Í TÍMAN!!! Eftir einungis 20-30 síður fer síðan heilsteipt plott að koma í ljós og eftir það er hver síða áframhald af þeim síðasta.

Höfundurinn er einstaklega duglegur að skrifa í myndasöguna sína og bætir inn nýja síðu á næstum því hverju degi. Þar sem hann hefur verið að síðan 2002 þá er sagan hans orðin soldið löng eða yfir þúsund síður. Sagan er samt í mínu áliti ennþá að batna og er höfundurinn mjög duglegur að þróa persónurnar áfram. Mikið af hliðarplotti sem var kynnt fyrr í sögunni er nú að koma fram og ég hef mjög gaman að fylgjast með því framvindast. Af og til tekur höfundurinn pásu á sögunni og sýnir í staðinn fan art sem einhverjir hafa teiknað af persónunum. Teiknistíllinn ber vott af manga í sér og teiknar höfundurinn á blað sem hann skannar svo inn í tölvuna.

Þeir hlutir sem ég set mest út á er hversu erfitt það er að fletta upp á þann stað þar sem maður var síðast. Höfundurinn hefur flokkað sögunni upp í ákveðna kafla en það eru stundum vel yfir 100 síður á milli kafla sem gerið það mjög langdregið verk að fynna hvar maður var síðast ef maður hættir í miðjum kafla. Hann notar líka lélega orðabrandara soldið of oft þar sem einhver kemur með lélegt rím eða einhvað svipað og allir sem heyra það setja upp “guð hvað þetta var lélegt” svip. Svo langar mig líka skjóta á atriði þar sem hljómleikar eru haldnir og þar sem þetta gerist á tíma þar sem það er ekki einu sinni búið að uppgvöta rafmagn þá eru full af galdrahlutum sem minna of mikið á hljóðnema, ljóskastara, rafmagnsgítar og fleira. Það bara minnti mig of mikið á flintstones.

Smávegis um aukapersónurnar.

Spark. Kötturinn hans Dominic. Af og til get ég svarið að höfundurinn sé að teikna ref en þetta dýr hefur þann hæfileika að geta talað við fólk og er því mikill félagskapur fyrir aðalpersónuna.

Luna Travoria. Stúlka sem er á alla staði sæt nema það að hún er með þessa svakalega vígtennur sem standa út (ekki vampírustíl heldur villigaltarstíl). Fyrir vikið er gert mikið grín af þessum útlitsgalla hennar og því er hún ekki með mjög gott sjálfsálit. Inní henni kraumar þó galdrahæfileikar sem fær styrk sinn af reiði hennar gagnvart útlit sinnar og þeim sem hafa meitt hana og þá sem hún elskar.

Gregory Deegan. Yngri bróðir Dominic. Þegar þeir báðir voru börn réðst Necromancer á fjölskyldu þeirra. Necromancerar eru galdramenn sem nota mjög illa galdra sem særa fram drauga og uppvakninga og geta dregið líf úr fólki. Þegar það gerðist var önnur löppin af Gregory sýktur af sjúkdóm sem kallast “blight of the undead” og því er hann að hluta til lamaður á þeim löpp. Til þess að lækna sjálfan sig og varið fjölskyldu sína frá svoleiðis árásum hefur hann tekið því upp að læra hvíta galdra sem geta læknað fólk og rekið burt illa vætti. Dominic á einnig annan bróður, Jakob, en ég læt bakgrunnsögu hans vera.

Karnak, Djöfull sárana. Djöfull frá helvíti sem hefur óeðlilegan áhuga á fjölskyldu Dominic. Eftir því sem sagan líður áfram komumst við af hverju.

Szark Sturtz. Æskuvinur Dominic. Þegar þeir voru ungir réðst Karnak á þá tvo og særði Szark í síðunni. Enn þá dag í dag er sárið opið og vill ekki gróa. Sársaukinn sem Szark þarf að lifa undir er gífurlegur þar til að einn daginn að hann uppgvötvar að þegar hann drepur einhvern linast kvöl hans í dálítinn tíma.

Donova og Miranda Deegan. Foreldrar Dominic. Þau koma soldið seint fram í sögunni en eru mikilvægar persónur fyrir því. Donova, faðir Dominic er bard (farandsöngvari/sögumaður) sem er frægur fyrir skylmingarhæfileika sína. Miranda, móðir hans er “arcmage” eða mjög öflug galdrakona sem er stofnandi mjög virts galdraskóla í borginni Quiral.

Ég get eiginlega ekki nefnt fleiri persónur án þess að fara segja frá of miklu en ég mæli stórlega með því að þið skoðið þessa sögu.


http://www.dominic-deegan.com
Those were my two cents.