Eins og sumir kanski muna þá lofaði ég hér fyrir jól að ég myndi senda inn Disney grein.

Ég sendi þetta bara inn því að let’s face it þetta áhugamál er í algerri óvirkni.

Ég mun hér fara yfir 3 af þeim Syrpum sem gefnar hafa verið út og fara stutt yfir söguþráð hverrar sögu.


Syrpa 17

1995

Forsíða: Framan á þessari syrpu situr andrés í miðaldarbúning miklum með banjó sér í hönd uppi á kolkrabba.

Tóneyra og töfrabrögð. Andrés er nýbúinn að fá banjó og hættir ekki að spila á það. Allir eru að brjálast svo að Ripp, Rapp og Rupp fara með hann til töframanns í von um að hann stoppi óhjóðin en töframaðurinn sendir hann í staðinn aftur í tímann.
46 Bls.
***1/2
-
Hið dularfulla ævintýri Jökuls Músar og Herra Glæps. Mikka Mús útgáfa af Dr. Jekyll and Mr. Hyde. Mikki og Guffi ferðast aftur í tímann til að komast að því hvort saga Stevensons hafi í raun verið sönn. Mikki breitist þó fljótt yfir í hinn hræðilega Hr. Glæp. Þetta er ein af klassískustu syrpu sögum sem til eru.
56 Bls.
****
-
Hvarf Jóakims frænda. Í þessari sögu vinna Andrés og Fiðri hjá blaðinu hans Jóakims. Þeir hafa ekki séð hann allan daginn og enginn virðist vita hvar hann er. Eftir að hafa talað við Hexíu sjá þeir að Jóakim er inni í kastala einum í Hreggfjöllum og fara að finna hann.
33 Bls.
**1/2
-
Undir fölsku flaggi. Mikki þarf að láta handtaka sig til að koma upp um skatsvik hinns illa Illuga Óhræsis. Hann þarf að hjálpa honum að sleppa til að vinna sér inn traust hans.
56 Bls.
***1/2
-
Framfaraspor til fortíðar. Í þessari sögu er Georg dáldið langt á eftir tímanum, hann finnur upp ýmsar uppfynningar eins og geislaspilara án þess að vita af honum fyrir. Asnalegt en gaman að þrátt fyrir það.
8 Bls.
***
-
Perur, örvar og ást. Ég kýs að líta á þessa sögu sem syrpu útgáfu af “The Court Jester” myndinni frá sjötta áratuginum (minnir mig). Andakim hertogi og Rokkafellir greifi eru tveir harðstjórar sem keppast um að leggja skatta á vesæla borgara. Undarlegt uppreisnargrúp Peruörvarnar berjast gegn þessu óréttlæti. Andrés frændi Andakims er sendur í mikið missjon út í skóg þar sem hann hittir Peruörvarnar og gengur í lið með þeim.
53 Bls.
****

Meðaleinkunn Syrpu 17:
***1/2 (3.416)


Syrpa 33
1997

Forsíða: Andrés er í eitthverskonar rómverskum vagnkappakstri.

Aþenuönd í skyni og skúrum. Andrés og strákarnir eru að heimsækja Jóakim þegar þeir koma auga á styttu eina og byrjar þá Jóakim að segja þeim söguna af aþenuöndini Adréskos og hvernig hann barðist í orustu við Persa.
40 Bls.
***
-
Leindarmál Sacher-tertunnar. Hér er á ferðinni rosaleg sakamálsaga með Mikka í aðalhlutverki þar sem margar persónur sem mig grunar að séu byggðar á raunverulegu fólki (t.d. Ágæta Kristín og Konni Dól – Agatha Christie og Arthur Conan Doyle). Mikki og guffi eru að fara á eitthverja sakamálaráðstefnu þar sem þeir hitta marga fræga sakamálsöguhörfunda. En brátt byrja höfundarnir að hverfa og ræninginn beitir eintómum brögðum úr bókum þeirra. Mikki þarf þá að finna út hvaða aðferðum ræninginn beitir áður en hann lætur til skara skríða aftur.
49 Bls.
****1/2
-
Hafsjór af krónum. Jóakim kemst að því að seðlarnir á botninum á peningageyminum eru byrjaðir að mygla. Og í stað þess að eyða mörgum milljörðum í að laga það stækkar hann geyminn og skiptir öllum seðlunum í krónur (ekki mjög líkt honum). Svo byggir hann skip sem hann siglir í krónunum og rukkar fólk fyrir að koma með í túrinn.
33 Bls.
***
-
Úr alfaraleið. Þegar Mikki er í bakpokaferðalagi finnur hann faldna álfaborg. Ein álfkonan finnur hann og verður yfir sig ástfanginn en Mikka langar að komast aftur í Músabæ.
38 Bls.
**
-
Á andafundi. Í þessari snilldar sögu er Jóakim með þátinn “Á andafundi” í sýningu á stöðinni sinni þar sem fólk framkvæmir skringilega hluti og fer í gegnum skrítnar þrautir til að vinna pening. Jóakim fær Andrés og Hábein til að keppa á móti hverjum öðrum og ég held við vitum öll að það á eftir að verða spaugilegt.
25 Bls.
***1/2
-
Í mörgu að snúast. Hér skyggnumst við inn í draumaheim Gassa.
1 Bls.
***
-
Grafhýsi Alm-Anaks. Andés vinnur á einu versta og aumasta safni sem til er, þar sem hann getur hvílt sig hvenær sem hann vill því lítið er að gerast. Hins vegar á hugsanlega að hætta að styrkja safnið vegna skorts á sögulegum munum sem þar ber augu á að líta. Þá fá Andrés og safnstjórinn Jóakim til að fjármagna leiðangur til Egyptalands til að finna fyrsta píramídann sem ætti að geta bjargað safninu en Bjarnabófarnir eru auðvitað ekki langt í burtu.
64 Bls.
***

Meðaleinkunn Syrpu 33:
*** (3.142)


Syrpa 37

1997

Forsíða: Andrés er lggjandi í rúmi og stór krógódílalegur gaur stendur yfir honum með hnífapör í höndum og klút um háls.

Fjölraddinn 2222. Andrés reynir fyrir sér í söngbransanum en stinkar algerlega upp jointið og gefst þá upp. Georg fær hann til að breita um skoðun eftir að hann finnur upp fjölraddinn 2222 sem getur gert Andrési kleift að breita röddini sinni eins og honum lystir.
32 Bls.
****
-
Fjarsjóður úr engu. Andrés finnur fjarsjóðskort og ferðast til Mongólíu til að krækja sér í sjóðinn og hittir þar fyrir einbúann.
30 Bls.
**1/2
-
Leindardómur eyjarinnar gelymdu. Þetta er syrpu útgáfa af King Kong þar sem Mikki og Mína fara með skipstjóra einum á undarlega eyju ásamt enn undarlegri áhöfn (hóst Svarti-Pétur hóst).
35 Bls.
**
-
Helmingaskiptin. Andrés byrjar í strandsiglingabisnessinum og fyrsti kúninn hans er Hábeinn. Á sjónum finna þeir flöskuskeiti sem bendir þeim á mikil auðævi.
15 Bls.
**1/2
-
Stælsteggurinn hinn mikli. Andrésína vill að Andrés líkist Stælsteggnum meira en lítið veit hún að seinna um daginn muni sá hinn sami koma í heimsókn. Hún kemst þó fljótt að því að Stælsteggurinn er mun líkari Drésa en hún hafði haldið.
24 Bls.
**1/2
-
Leindarmál Sierra Negada. Mikki ferðast til “Me-híkó” til að rannsaka dualrfull hvörf sem talið er að sé af völdum geimvera.
34 Bls.
**
-
Beint í baðið. Mikk og Makk (RRR RIPP OFF!) reyna að baða Plútó (hundurinn hans Andrésar er rip off af Plútó).
2 Bls.
*1/2
-
Blaðastríðið. Jóakim með hjálp Andrésar og Fiðra reynir að sigra Jóa Rokkafellir í blaðasölunni. Báðir aðilar reyna að bæta og bæta blaðið sitt til að hafa betur og endar það kostulega.
36 Bls.
****1/2
-
Eyjan óbyggilega. Já, ég var dáldið hræddur við hana þessa þegar ég var lítill.
Andrés og Georg ferðast til eyju einnar þar sem martraðir þeirra lifna við. Ég var óánægður með endinn en samt sem áður brilleraði þessi saga.
40 Bls.
****

Meðaleinkunn Syrpu 37:
*** (2.833)


Svo virðist sem að Syrpa 17 hafi farið með sigur að þessu sinni.

Ég endurtek kanski “leikinn” með fleiri syrpum seinna ef þessi grein fær góðar undirtektir.