Spider Man Árg. '62 og '63 SPOILERS? Ég held það.


Fyrir ekki löngu sendi ég hér inn stutta grein þar sem ég lofaði að senda inn aðrar fljótlega og með þessu tel ég að ég sé að standa við orð mín.
Eina ástæðan fyrir að ég sendi inn þessa grein er út af því að nýlega lauk ég lestri á fyrstu 8 Spider Man blöðunum og ákvað að nota það í greinarefni þar sem ég væri líklegur til að gleyma innihaldi blaðana fljótlega (ég hafði upphaflega ætlað að nota næstu grein mína í að skrifa um eitthvað tengt Andrési Önd uppáhalds myndasögunum mínum en svo varð ekki).

Ég ætla hér að tala um tvo The Amazing Spider Man árganga ‘62 og ’63 byrjunina á hinni þekktu ofurhetju Spider Man.

Árgangur ‘62
Til gamans má geta að þetta blað er metið á 35.000 dollara svo að ef þið eigið blaðið heima hjá ykkur þurfið þið aldrei að vinna aftur alla ykkar ævi.
Það er í raun bara eitt blað í þessum árgangi, Amazing Fantasy 15.
Á þeim tíma var Marvel frekar nýtt myndasögufyrirtæki og hafði bara mjög fáar sögur í gangi (t.d. var Thor eitt af þeim fyrstu en hafði verið í gangi í ansi mörg ár þegar að Spider Man kom fyrst fram á sjónarsviðið) og var Amazing Fantasy ekki framhalds sögur heldur var kynnt ný hetja í hverju blaði (þau voru þó ekki mörg því Árg. ’62 er síðasti Amazing Fantasy árgangurinn að ég held) þannig voru þessi blöð nokkurnveginn stökkpallur fyrir Marvel hetjur. Í hvert sinn sem persóna Amazing Fantasy blaðana varð vinsæl fékk það sitt eigið Pilot blað og ef það varð vinsælt fékk það sína eigin myndasöguseríu.
Í fyrstu söguni í þessu blaði er gleraugnglámurinn Peter Parker á leiðinni á vísindasýningu og vill fá nokkra skólafélaga sína með sér en þar sem engum líkar við ‘Puny Parker’ fer hann einn. Á sýninguni er hann bitinn af geislavirkri kónguló sem deyr stuttu síðar. Þá öðlast hann ofurkrafta til að klifra á veggjum og (af engum ástæðum) ofurmannleganstyrk og ‘Spider Sense’ sem varar hann við hættu. Hann verður fjótt frægur sem hinn ótrúlegi Kóngurlóarmaður en lætur frægðina stíga sér til höfuðs og verður það til þess að frændi hanns Ben er myrtur af innbrotsþjófi. Þessa sögu ættu allir að þekkja því er hún nokkuð klassísk.
Spider Man sagan er þó ekki eina sagan í þessu blaði heldur eru tvær aðrar sögur sem gætu verið gott Twilight Zone efni, Maður sem plataður er af múmíu yfir í aðravídd þar sem hann er neiddur til að vinna sem þræll og svo er saga um ung marsbúa hjón.
Persónur kynntar í þessum árgangi:
Spider Man/Peter Parker
Liz Allen
Aunt May
Uncle Ben
Burglar
Flash Thompson


Árgangur '63
Í fyrsta blaðinu í The Amazing Spider Man seríunni (sem metið er á 32.000 dollara) bjargar Spider Man, John Jameson syni J.J.J. og berst við hinn illa Chameleon.
Í blaði tvö mætir Spider Man versta óvini sínum til þessa (af tveim) Vulture hinum græn klædda sköllótta fuglsfóli sem flýgur um New York borgina og rænir allt og alla með hjálp tæknivæddra vængja sinna (engum líkar vel við hann). Pétur fer nú í fyrsta sinn að taka myndir fyrir Jameson. En Vulture er ekki nóg heldur berst hann við geimveruna The Tinklerer sem hefur tekið á sig mynd gamals manns og njósnar um helstu vísindamenn bandaríkjana fyrir geimveru félaga sína (af öllu vitlausu er þetta það versta … samt góð saga).
En í Amazing Spider Man 3 mætir hann í fyrsta sinn hinum illa Doctor Octopus sem þekktur er af mörgum úr Spider Man 2 myndinni. Eftir hræðilegt slys á tilraunastofu sinni breitist Dr. Otto Octavius í brjælæðinginn Doctor Octopus og græðir á því fljóra auka vélarma. Þetta er fyrsta Spider Man blaðið sem inniheldur að minnsta kosti ekki tvær sögur.
Í fjórða blaðinu er kynntur til sögunar hinn stórskemmtilegi Sandman (líklegt er að Sandman verði vondi kallinn í Spider Man 3 myndinni leikinn af Hyder Christen-Church) sem ræðst á skóla Peters. Þetta er án efa besta blaðið í árgangi ’63 og þá er mikið sagt.
Í fimmta blaðinu þarf Lói að bjarga Flash Thompson frá klóm Doctor Doom frægum óvini Fantastic Four.
Í sjötta blaðinu mætir Spider Man, Lizard sem umbreittist frá eðluvísindamanninum Curt Connors. Þar ógnar hann ferðamönnum og íbúum Flórída.
Og að lokum í sjöunda blaðinu um hetjuna ungu hann Spider Man, snýr Vulture aftur þar sem hann hefur betrum bætt búnað sinn til muna.
Persónur sem fyrst komu fram í þessum árgangi:
J. Jameson
J.J. Jameson
Curt Connors/The Lizard
Otto Octavius/Doc Ock
The Vulture
The Chameleon
Betty Brant
The Human Tourch ásamt hinu Fantastic Four meðlimunum
Sandman


Hér lýkur hinni stuttu umfjöllun um fyrstu tvo árganga Spider Man blaðana.
Þetta var stutt og óinnihaldsríkt hjá mér en það er betra en ekkert þar sem það er oft það eina sem kemur inn á þetta áhugamál mánuðum saman.


Ég get lofað ykkur því að næsta grein mín hérna mun ekki vera um Marvel eins og síðustu tvær hjá mér en vonandi höfðuð þið gaman að því að lesa þetta.