Popbot - Ashley wood Jæja, ákvað að skella inn einni grein hérna fyrst þetta er nú vonandi allt að fara af stað aftur.
Fyrir svolitlu síðan kom ég við á stað sem við flest könnumst vel við, Nexus.
Ég endaði ég á því að kaupa mér myndasöguna Popbot.

Popbot er skrifuð og myndskreytt eftir listamanninn Ashley Wood, þar sem ég hef verið frekar mikið að fylgjast með listaheiminum á netinu, þá á síðum eins og www.conceptart.org og www.eatpoo.com (ég veit, spes nafn) þá kannaðist ég nú við kauða og vissi að myndskreytingarnar myndu allavega ekki valda mér vonbrigðum.
Sagan er mjög súr.
Hún fjallar um köttinn Kitty, sem er söngvari í pönk rokk hljómsveit sem að er að ‘makea’ það.
Líf Kitty einkennist af kynlífi, áfengi, frægð og mörgum, mörgum skrítnum hlutum. Sagan, í meginmáli, fjallar um vandamálin sem Kitty þarf að kljást við eftir að hljómsveitin missir ‘það’.
Sem dæmi má nefna, grúppíur, vélkvendi, samúræja ofl.
Kitty er oftast með félaga sínu, Popbot, cyborg sem að hjálpar honum þegar enginn annar gerir það.

Sagan var ágæt, erfitt að skilja hana á köflum og kannski aðeins of súr, en ég allavega skemmti mér nokkuð vel við lesninguna, fyndin og svöl myndasaga. Myndskreytingarnar ollu mér allavega ekki vonbrigðum, ekki þessar ‘venjulegu’ superherofyrirtækja teikningar.
Hver einasti rammi er bara listaverk útaf fyrir sig, bæði gert í tölvu og einnig eru nokkrir rammar olíu/vatnslita málverk á striga eða annað efni. Sú magnaða leið að blanda ljósmyndum, digital og traditional teikningum/málverkum sem að Ashley Wood gerir þessa myndasögu í er nóg eitt og sér til þess að kaupa hana. Ef þú skilur ekki söguna eða finnst hún leiðinleg þá geturðu allavega skoðað myndirnar eins og maður gerði með barnabækur áður fyrr.
Jæja læt þetta gott heita, biðst fyrirfram afsökunar á málfræði-/stafsetningarvillum og staðreyndarvillum ef þær eru einhverjar.

http://ashleywoodartist.com/
Getið séð verk eftir hann hér og þar er einnig linkur á heimasíðu Popbot.

Kippum þessu áhugamáli nú í gang!