Það var einn sem hélt því fram að DC væri með staðalmyndir um hetjur sem ávallt vinna, en það er langt frá því að vera satt. Ef maður les Crisis on Infinite Earths þá deyja fullt af hetjum, meðal annars Supergirl og Flash II (Barry Allen). Batman hefur glímt við geðsýki, haldið líflausan Robin í sínu fangi, Hann þurfti að horfa upp á það sjá foreldra sína myrta, Batgirl varð gerð að örykja, Commisioner
Gordan hefur verið skotinn, kona hans Gordans drepinn af Joker, Bane braut bakið á honum Batman. Ég vil líka minnast á hversu illa var með John Stewart bæði sem Green Lantern, í Darkstars og sem persónu. Ekki nóg með það að kona hans var myrt, heldur þurfti hann að berjast við fordóma og varð gerður að örykja en Parallax breytti því. Við erum ekki einu sinni byrjuð að tala um það sem gerðist í Coast City, Hal Jordan fór yfir um, hann horfði upp á mörg milljón manns deyja og síðan sjálfur drap vini sína. Wally West eða núveranndi Flash var í krísíu lengi, lengi eins og flestir Flash-aðdáendur vita. Þetta vars smábrot af því sem hefur gerst. Hjá Marvel hefur alltaf verið sömu vandamál með X-men, alltaf eru það Mutant fordómar. Ef við förum að tala um Spiderman þá var hann búinn að vera í sömu tilvistarkreppu í þrjátíu ár en þetta hefur þó lagast.

Af hverju myndi Batman vinna Wolverine?
Þeir sem hafa lesið Wizard lengi, þeir muna kannski eftir JLA blaðinu sem kom út, þar hafði Batman betur gegn öllum, þrátt fyrir það að hafa haft lítið fyrir því. Í Dc vs Marvel Acsess þá tók Batman næstum því heilt X-men gengið niður.

En förum lengra með þetta, við skulum bera saman aðra persónur t.d Spawn, Punisher og Aquamam á móti hvor öðrum. Þetta er bara smá hugmynd. Ég myndi vilja sjá Hulk og Martian Manhunter…..
Through me is the way to the sorrowful city.