Akira! Ég var í Nexus um daginn og sá þar tvær risa bækur sem hétu Akira 1 & 2. ég mundi eftir því að hafa séð myndina fyrir löngu síðan og ákvað því að líta á fyrstu bókina. Var svart hvít og í svona Manga stýl þannig að ég fór með hana heim og ætlaði eitthvað að glugga í hana en gat ekki hætt að lesa og kláraði hana þar með á stuttum tíma. Þannig að ég fór aftur niður í Nexus sama dag og keypti Volume 2(6000 kall farinn á einu bretti!) og náði að spara hana í 2 daga en það var ekki auðvelt. En sagan enda ekki í seinni bókinni þó að báðar bækurnar séu vel yfir 350 blaðsíður, nehei! sagan á víst að koma út í sex bókum ogég þarf að bíða alveg þangað til í Mars á næsta ári til að fá seinustu bókina! Þesssi saga er nú samt nokkuð gömul gedfin út fyrst 1985 eða svo, og er umdeild sem besta grafíska skáldsaga allra tíma. Ég ætla ekkert að vera að fara út í söguna mikið en hún fjallar svona í grunnatriðum um lítinn strák sem heitir Akira sem árið 1992 sprengdi upp Tokyo með ofurkröftum sínum sem aðeins örfáir fæðast með, í hans tilviki svo öflugir kraftar að þeir ógna heiminum. Akira er nú samt fangaður einhvern veginn(kemur ekki fram) og er frystur lengst niðri í jörðinni. 38 árum seinna kemur annað tilvik eins og Akira fram á sviðið, ungur strákur með ofurkrafta sem gætu jafnvel stjórnað Akira sjálfum en þá byrjar aðalsagan sem ég ætla að láta aðra um að lesa…

Volume 3 verður gefið út 27 júní, 4 19 september, 5 einhvern tímann í Desember og 6 og seinasta í Mars á næsta ári…

Endilega að skjótast niður í Nexus og kaupa þessar bækur, algjört dóp segi ég!

- Kiddó