Fyrir ekki svo löbgu kom myndasögubókin Marvel 1602 en hún er, eins og nafnið gefur tilkynna 1600 útgáfa af Marvel heiminum.Höfundurinn er enginn annar en Niel Gaiman sem er aðallega þekktur fyrir Sandman seríuna.Teikninganar eru eftir Andy Kubert.Sagan gerist, eins og nafnið gefur segir árið 1602 í Marvel heiminum og af einhveri ástæðu hefur fólk sem átti ekki að f´ðast fyr en eftir nokkrar aldir fæðst(og það eru risaeðlur eitthvað að þvælast þarna).Sagan fjallar í stuttu máli um furðulega atburðarás sem virðist ætla enda með heimsendi og Sir Nicholas Fury, aðalsnjósnari hennar hátigna er fengin til að rannsaka málið.Einnig koma fram margar aðrar persónur og hér hefst upptalning á þeim helstu.

Persónur.

Sir. Nicholas Fury(Nick Fury)
Snillingur í öllum sviðum bardaga og aðallnjósnari drottningar.Hann virðist eiga heima á þessu tímabili jafnvel bettur en í nútímanum.

Dr. Stephen Strange(Dr.Strange..duh)
Galdramaður og hirðlæknir drottninga.Var ungum rænt af erlendum sjóræningjum sem seldu auðugum lækni hann, læknir sagðist svo gefa honum frelsi ef hann myndi sækja ákveðnar sjaldgjæfar jurtir fyrir sig úr fjöllum Asíu.Þar lenti Strange í lífshættu en var bjargap af munkum og farið með hann í klaustur þar sem hann lærði loks að galdra.Eins og Fury, virðist Strange eiga bettur heima á þessu tímabili.

Carlos Javier(Professor X)
Stjórnandi og stofnandi skóla og athvarfs fyrir stökkbreyta einstaklinga.Professor X er hér allt í einu orðinn spænskur, en er samt sem áður lamaður.

McCoy.(Beast)
Ein af þeim sem eru í athvarfinu hans Javier, Mcco er mjög líkamlega sterkur auk þess sem hann er mjög gáfaður.Fyrst var ég í vafa hver þetta ætti að vera vegna þess að hann er með eins hárgreiðslu og Wolverine en ekki blár eins og Beast.

Roberto(Iceman)
Þessi ungimaður veit mikið um ís í óbókstaflegri merkingu, því hann getur búið til ís úr engu (hjálpar reyndar til ef það er raki í loftinu).

Scotius(Cyclops)
Foringi ,,X-men´´ hópsns hans Javier g hann er 1602 útgáfa af Cyclops.Að þessu sinni er skyggnið(visor)sem passar að hann eyðileggji ekki allt sem hann sér, úr eðalsteinum.

Angel(angel)
Hann slapp frá rannsóknarréttinum sem ættlaði að brenna hann á báli.Eins og nafnioð gefur til kynna er hann með vængi og getur flogið um.

Peter Parquaugh(peter parker)
Aðstoðarmaður furys og sérstakur áhugamaður um köngulær.Það er frekar fyndið að sjá að hann er oft næstum bitinn af könguó en sleppur aftur og aftur með skrekkinn.

Matthew Murdoch(Dare Devil)
Blindur Írskur ballöðu söngvari sem vinnur oft óbeint með Fury(auðvitað fyrir greiðslu).Djöflagríman og rauði búningurinn hafa vikið fyrir klút fyrir augunum og frekar fátæklegum fötu.Persónulega finnst mér Dare Devil skemmtilegri á þessum tíma(enda minni hetja).

Virginia Dare.
Ung stelpa sem var sú fyrsta sem fæddist í sinni nýlendu í Ameríku(sem var af Evrópskum ættum).Og var send af föður sínum til að ræða um nýlenduna við drottninguna.Hún hefur líka sína sérstaku hæfileika, en ég vill ekki vera með spoilera.

Rojhiaz(Captain America)
Ljóshærður Indjáni sem margir segja að sé sönnun á því að Spánn verjar hafi ekki fundið Ameríku.Hann er lífvörður Virginiu.



Ég nenni ekki að skrifa fleiri persónur þó að það séu nokkrar og vil heldur ekki vera með spoilera.Égbiðst afsökunar á stafsettningar vilum og bið stjórnanda að laga þær aðeins til.



Þessari sögu gef ég 9.0 fyrir frumlega og góða sögu og góðar teikningar, ég hefði samt viljað sjá 1602 útgáfu af Punisher.

Takk fyri