Heilir og sælir félags myndasögu áhugamenn. Ég hef sorið þess eið að vera aktívari á þessu áhugamáli enda eru myndasögur mikil ástríða hjá mér.

Um daginn varð ég himinlifandi þegar ég fann á Perlu bókamarkaðinum sannkallaða Perlu. Samansafn Spiderman blaða útgefin á íslensku árin 1985, 1986 og 1987. Þessar myndasögur eru skemmtilegar og vekja góðar minningar úr æsku. Því miður þá er íslenska þýðingin í þeim arfaslöpp, en engu að síður hafði ég mjög gaman af þeim. Hugsa að ég sendi einhverntímann inn grein um Kóngulóarmanninn, því miður eru blöðin með honum sem gefin eru út í dag meiri sorinn, en gæði í Spiderman blöðum hrundu niður eftir Klónasöguruglið 1996. (Sem er sá tími sem ég hætti að safna Spidermanblöðum).

En hvað um það… Ég fór á myndasögusýninguna níunna í listasafni Reykjarvíkur og það var svo sannarlega skemmtilegt. Reyndar er höggmyndasýning á neðri hæðinni sem er svo glæsileg að hún ein og sér er þess virði til að kíkja á safnið. Það er frítt inn á mánudögum, annars kostar 500 kall.
Það sem ég hafði sérlega gaman af því að sjá voru myndir Dave McKean sem ég dáist mjög af. Myndirnar hans voru fjölbreyttar og í allskyns stílum frá ýmsum tímabilum í ævi hans. Einnig var athyglisvert að sjá myndir Art Spiegelmans, höfundar Maus, en þó má segja að söguþráður hans sé eflaust glæsilegri en myndirnar.

Einnig voru margar góðar íslenskar sem ég ætla ekki að tvínóna neitt sérstaklega, en allir lesendur Gips og Blek ritanna ættu að kannast við mest allt af þeim.

En að ástæðu þessarar greinar:
www.rirth.tk farið í greinar og tékkið á djöflalalla, segjið mér svo hvað ykkur finnst. Vefhönnuðurinn verður úti á Spáni næstu tólf daga, en bráðum kemur hann tilbaka og þá munu fleiri myndir með djöflalalla streyma inn. Ég hefði örugglega gott af smá gagnrýni, sérstaklega þegar fleiri karakterar bætast í hópinn en til þess að geta fengið gagnrýni og viðbrögð lesenda þá verð ég að hafa lesendahóp ekki satt?

Svo www.rirth.tk Greinar Djöflalalli.


:)