Myndasögu-kennslu bækur Bæl og Selluð öllsömul

Ég veit að mikið af fólki notast við svona how to draw manga bækur, Burne Hogarth bækur og þess háttar.

Þær bækur sem ég á eru:

How to Draw Manga: Getting Started (fyrsta kennslu-bókin sem ég eignaðist, samt ekkert merkileg bók aðallega vegna þess að það er svo mikið af áhöldunum sem þeir segja frá bara hálf-ófáanleg á landi voru)

How to draw Manga: Bodies and Anatomy (Þrælgóð bók sem er í manga-seríunni en passar fyrir hvaða stíl sem er í rauninni.)

How to draw Manga: Occult and Horror (LOL ég man eftir því að mig langaði svo mikið í þessa bók þegar ég var á hápunkti B-mynda dellunnar minnar aaaaa…good times)

How To Draw Manga: Compiling Characters (Ussususs ég á alltof mikið af þessu Manga-sulli fussumsvei ;)hvað sem því líður þá held ég frekar mikið upp á þessa bók, ásamt Bodies and Anatomy er hún besta HTDM-bókin sem ég hef komið höndum á)

Astronomy Domine (nei bíddu nú hægur var það ekki eitthvað lag? allavega ekki bók ég er viss um það)

How to Draw Manga: Illustrating Battles (bara fín bók hellingur af skemmtilegum pose-um til að teikna eftir og hefur eitt fram yfir margar aðra HTDM-bækur(að mínu mati allavega) að húner frekar aðgengileg og einföld)

Anime Mania (Já nú man ég Astronomy Domine var með Pink Floyd, anyhoo þá fékk Anime Mania í jólagjöf frá henni systu sem býr í Danmörku og gaf mér þessa bók í danskri þýðingu. ég hef einstaka sinnum teiknað upp úr henni og það hefur bara reynst mér ágætlega en ég hef samt þálfast meira í dönsku á þessari bók heldur enn í teikningu)

og svo: the cream of the crop, sú bók sem ég held mest upp á er









dudduru









<b> How to Draw Comics The Marvel Way</b>

Mér finnst þessi bók sem var sett saman af hinum mikla teiknara John Buscema og furðufuglinum síbrosandi Stan Lee ásamt samanlögðum hæfileikum Marvel vera soldið vanmetin.
Sumir líta bara á titilinn á bókinni og lítast ekkert á blikuna en hún er miklu meira heldur en bara einhver cheap kennslu-bók í marvel-stílnum það er nefnilega helvíti mikið í hana lagt.
Bókin kennir manni allskyns leyndarmál í myndasögu-industríunni um það hvernig er farið að því að teikna flest alla hluti aðeins með því að nota kúlur og kassa.
Það er líka mikið talað um riss-tækni sem er mjög nauðsynleg ef maður ætlar sér eitthvað að áorka í þessum harða heimi ;).
Over-all þá er How to draw comics the Marvel Way mjög góð kennslu-bók skiptir engu máli hvers-konar teikni-stíl þú ert með.
Ég lærði mikið af þessari bók (og er enn að læra)og ég myndi nú ekki að segja að teikni-stíllinn minn væri mikið líkur marvel þó að glöggir menn geti greint áhrif.

Mig langaði að spyrja ykkur hvaða myndasögu-kennslubækur hafa haft mest áhrif á ykkur og hjálpað ykkur mest í að þjálfa teikninguna?