Um miðja Sautjándu öld reyndi einn maður að nafni Skúli að virkja landann til þess að fara að vinna í verksmiðjum í Reykjavíkinni, fékk hann Danagull og reyndi eftir bestu getu að stofna alskonar verksmiðjur hérna. En þrátt fyrir allt, gekk ekkert en var þó upphafið að því að Reykjavík varð þéttbýli.

Árið 2685 er búið að byggja yfir Reykjavík okkar tíma og kallast það MegaReykjavík. Vélmenni traðka um í verksmiðjum á meðan að mönnunum sjálfum er skipt í tvo flokka af hinum alvalda Sám Frænda. Annaðhvort eru menn Borgarar og þá sinna skrifstofu störfum, eru vélvirkjar eða vinna í verslunum ellegar ertu útigangsmaður og þarft að berjast fyrir lífinu í undirheimum Reykjavíkur. Einn þessara óheppnu útigangsmanna fann leiði Skúla Fógeta í hjarta Reykjavíkur og fyrir slysni lífgar hann anda Skúla Fógeta við.
Lík Skúla Fógeta tekur það síðan á sínar hendur að verða verndari Reykjavíkur! Og efst á verkefnalistanum sínum er að koma borgurum Íslands aftur í verksmiðjurnar til að upplifa drauminn sinn.
Samfélagsrýni, kímni, ofbeldi, siðleysa og miklar pælingar og það á alhýra móðurmálinu.

Þessi myndasaga er ekki til, ennþá, þar sem að ég hef ekki teiknihæfileika sem að ég gæti boðið neinni lifandi veru að skoða. Hinsvegar væri ég mjög spenntur að komast í eitthvað samstarf við einhvern teiknara til að gera þessa myndasögu að raunveruleika. Ef einhver hefur áhuga, þá endilega hafa samband við mig og ræða við mig hvað sú manneskja hefur í huga. Það má ekki láta hann Hugleik Dagson einoka alvöru myndasögu markað Íslands.