Johnen Vasquez er snillingur frá helvíti! Hann er til dæmis heilinn (og teiknarinn) á bakvið Jonny the Homicidal Maniac, Squee! og Fillerbunny. Ef við byrjum á byrjuninni, og þá á JTHM, þá er það að mínu mati besta sagan hans. Hún snýst um gaur sem heitir Jonny og er homicidal maniac. Þ.e.a.s. hann hatar fólk, hann sefur aldrei og hann drepur fólk vegna fáránlegustu hluta. Í einni sögunni (bókin er hlutaskipt og hver hluti er framhald af þeim fyrri) þá drepur hann gaur vegna þess að hann sagði orðið „Wacky.“ Þessi bók er hin pura snilld og fæst í NexusIV, kaupa núna!
Hans næsta bók hét Squee! og snerist um „ævintýri“ einhvers krakka sem Jonny ofsótti reglulega í fyrri bókinni, auk þess sem Jonny er „gestaleikari“ í bókinni. Þessi bók er á léttara plani en sú fyrri og alls ekki eins drungaleg. En hey! Sumir sækjast eftir því.
Hans þriðja og fjórða bók eru aðeins nokkrar blaðsíður, enda mjög ódýrar, og báðar fjalla þær um Fillerbunny. Fillerbunny er karakter sem Johnen skapaði til þess að fylla afgangssíður í JTHM og Squee!. Þetta eru mjög sick sögur um kanínu sem geymd er í endurlífgunartanki til þess að hægt sé að vekja hana og láta hana skemmta lesendum. Þetta vill kanínan ekki og er mjög þunglynd en nafnlausir stjórnendur hennar sprauta bara „happylyfjum“ í sprautu í augun á henni. Margir illa sick hlutir eru gerðir við þessa kanínu og ýmist er lesendum skemmt eða óglatt. Svo er kanínunni einfaldlega troðið aftur í tankinn eftir „notkun.“
Þessar bækur eru allar snilld að mínu mati og þið ættuð að kíkja á þær í NexusIV (ath. ekki auglýsing. Nexus er einasta eina búðin á landinu sem selur þessar sögur).
Endilega svarið hvort sem þið eruð sammála eða ósammála.