Sandman .. smá umræða Sandman
Hver eða hvað er Sandman? Sumir hafa lesið Sandman og sumir halda jafnvel þetta sé bara lagið sem var í Back to the Future. Það sem Sandman fjallar um er um Dream sem er Sandman. Hann er einn af þeim sjö sem kallast Endless. Fyrst kom Death síðan, Destiny, Dream, Desire and Despair sem eru tvíburar, Destruction og loks Delight sem er nú Delerium. Dream er stundum kallaður Morpheus. Hlutverk hans er að færa drauma inn okkar heim. Dream býr í landið sem kallast Dreaming staður sem er yfirfullur af goðsögnum, ævintýrum og hrylling. Death skilgreinir lífið , Destiny skilgreinir frjálsan vilja og örlög, Dream er táknið fyrir raunveruleikann, það er augljóst hvað hin systkinin tákna. Sá sem skrifaði Sandman er enginn annar en snillingurinn Neil Gaiman sem hefur skrifað verk eins Good Omens með Terry Pratchett ( sá sem skrifar Discworld bækurnar) , Angela ein af persónum í Spawn , Books of Magic ( þetta er alveg frábær saga). Það nýjasta sem hann hefur gert er held ég Mr Punch.
Eins og flestir vita þá getur ekki allt varað að eilífu og að það sama gildir um Sandman. Þessi saga náði 75 tölublöðum. Ástæðan fyrir því er einföld, þar að segja, góð saga verður að byrja, hafa miðju og að lokum endir. Fyrir þá sem hafa ekki lesið þessa sögu ætla ég ekki að uppljóstra endinn, en mæli með því að fólk lesi Sandman. Margar persónur koma fyrir í sögunni, þá er bezt að ég kasti nokkrum nöfnum, Shakespeare, Loki, Óðinn, Kain og Abel og fleiri.
Through me is the way to the sorrowful city.