þar sem ég get verið algjör sökker fyrir nýjum flottum hugmyndum í teiknimyndabókum þá keypti ég mér Supreme Power.

Supreme Power e. J. Michael Straczynski er hluti af MAX teiknimyndasögu flokki þar sem það eru engin takmörk yfir efni teiknimyndasögunum. Born e. Garth Ennis er eitt besta dæmið þar sem ofbeldið nær nýjum hámörkum. Kynlíf, ofbeldi og orðbragð er mikið notað í þessum flokki teiknymundasagna.

En ég verslaði mér Supreme power í gær og las hana. Auðvitað er þetta fyrsta bókin af einhverjum gríðarlegum fjölda.. en hvað gerir maður ekki fyrir góðar sögur?

Sagan er mjög lík Superman. Það hrynur geimskip niður til jarðar með barn innanborðs og ung hjón sjá það og finna drenginn. Ætla að fara með hann heim og sjá svo til daginn eftir.

En síðan kemur tvistið.. herin mætir á staðinn og tekur barnið af foreldrunum.

Síðan er fjallað um hann uppvöxt þar sem hann er alinn upp í vernduðu umhverfi og uppgvötar fljótlega að hann er öðruvísi en önnur börn. Kraftar hans þroskast og hann verður gríðarlega öflugur.

Síðan verður hann notaður sem vopn í eigu bandaríska hersins. Fer og rústar her Íraka rétt fyrir Desert storm árásina.

Samhliða þessu er sögð saga fjögurra persóna sem einhver vegin fá krafta. Tvær af þeim persónum koma ekki almennilega fram í fyrstu bókinni en hinar þrjár sem koma fram lofa góðu.

Í þessari bók er gert frekar mikið grín af gömlu Superman hugmyndinni og tekið mjög skemmtilega á þessari hugmynd. Mjög skemmtilegar aukapersónur í bókinni og velt mjög mikilvægum spurningum upp. Um geðheilsu persónu sem er með þessa krafta, hvernig þjóðarleiðtogar myndu nota svona persónu o.fl.

Mæli hiklaust með þessari bók.