Sjonni has left the building! Jæja þá kæru Hugarar,

Ek færi sorgarfréttir úr heimi hinnar íslensku myndasögu.
—Núverandi Bleikt&Blátt hefur að geyma síðasta Heim Sjonna!—

Ég var að fá þær fréttir að nýráðinn ritstjóri ætlar að stokka upp blaðið og byggja það upp frá grunni og lendir Sjonni karlinn því í þeim hremmingum að detta af síðum blaðsins.

Þar með lýkur sögu “perra” Sjonna og er ég í raun sáttur við stöðu mála enda hefur mig lengi langað að færa hann úr dónóinu yfir í aðeins aðgengilegri sögur fyrir alla og gefst mér nú gott tækifæri til að láta verða af hugmyndum mínum …svo lengi sem ég finn blað til að birta hann í, he he! :)
Nú er ég ekki alveg viss - en ég þori þó að veðja á það að hann Sjonni minn sé einn af langlífari myndasögupersónum Íslendina enda hefur hann birst í slétt 5ár á síðum B&B eða frá því í mars 1999 og telur 80 blaðsíður í allt!

Taka tvö!
Nú vill svo til að samfara því að Sjonni er að hætta er ég loksins að fá dreifingu á HeimurSjonna 1 -samantekt áranna 1999-2001- í verslanir Pennans. Síðustu 2ár hef ég setið á útgáfu blaðsins vegna “dreifingar-böggs” en það gekk loks upp svo nú ættu allir að geta nálgast blaðið á auðveldan hátt á aðeins 590kr. – þ-e ef þú ert orðinn 18ára :)

En enn held ég áfram að gera myndasögur enda ekki fær um mikið annað eins undarlegur og ég er ;)
Bendi áhugasömum á daglegar sögur mínar í DV, Mikka&Manga í FÍB blaðinu og svo ykkur kennurum á Skóladaga í KÍ blaðinu.

…og nú að teikniborðinu!

Bestu kveðjur,
Ingi Jensson
—————
www.1ogannad.ingi.net
www.facebook.com/teikningi