Love Hina (Manga ) Love Hina eftir Ken Akamatsu
—————————-

Já mér langaði bara svolítið að fjalla um myndasöguna “Love Hina”.
Sagan fjallar um ungan nemanda Keitataro Urashima sem er að reyna að taka inntökuprófið fyrir Háskólann í Tokyo, þótt hann hafi þegar fallið tvisvar. Ástæðan fyrir því að hann vill komast inn í Háskólann er að hann lofaði æskuástinni sinni fyrir 15 árum að þau mundu hittast í Háskólanum í Tokyo(því að því var trúað að ef tvær manneskjur kæmust saman inn í Háskólann myndu þau öðlast eilífa hamingju!?!). Hann hefur helgað líf sitt þessu loforði en skammast sín samt fyrir að hafa eytt peningum foreldra sinna og ákveður því að flytja að heiman og fá að búa á hóteli ömmu sinnar í einhvern tíma. Það sem hann veit ekki (en kemst svo sannarlega að) er að hótelinu var breytt í heimavist fyrir stelpur og að amma hans fór daginn áður í heimsreisu og ákvað að hann yrði “hótelstjóri”. Hann lendir í margskonar misskilningi áður en hann kemst að því að hótelið er ekki lengur hótel og stelpurnar vilja alls ekki hafa hann þarna.
Þannig að hann endar þarna sem einskonar húsvörður og vingast smátt og smátt við stelpurnar. Keitaro er afar klaufskur og aulalegur og lendir oft í því óvart að t.d. detta inn í herbergið þeirra þar sem þær eru að skipta um föt.. og er hann þá illilega laminn. En þegar sagan heldur áfram þá kemur í ljós að flestar stelpurnar eru í rauninni allar hrifnar af honum þótt að engin myndi viðurkenna það. Önnur stelpa Naru Narusegawa er að reyna að komast inn í Háskólann líka þannig að þau ákveða að læra saman.
Tilfinningar byrja að myndast hjá Keitaro en hvað á hann að gera?
´—-

All-in-all er þetta hreint út sagt frábær saga sem kemur í 14 kiljubókum. teikningarnar yndislega skemmtilegar og sagan frábær.
Ég veit ekki hversu vel greinin mín lýsti sögunni þar sem að ég hef nú skrifað ansi fáar greinar þannig að ef hún vakti minnsta áhuga þá mæli ég hiklaust með að þú kannir málin.


Hér má skoða fyrstu síðurnar í bók 1 af Love Hina
http://www.amazon.com/gp/reader/1931514941/r ef=sib_dp_pt/104-3849552-1861521#reader-page

O g svo getur maður skoðað fleiri síður úr næstu bókum á http://www.amazon.com

Til gamans má að geta að ef leitað er að: +love +hina á google finnast 362.000 síður.