Seiðkonan Það eru margar Marvel persónur til fyrir utan Kongulóarmanninn og Hulk. Hér ætla ég að kynna ykkur fyrir einni sem er kannski ekki jafn fræg og þeir, en engu að síður mun kröftugri.

Nafn: Amora (The sorceress)
Staða: Seiðkona
Kennimark: Ekki með fullu vitað.
Heimkynni: Borgari Ásgarðs
Fyrrverandi félagsskapur: Valkyrjurnar
Fæðingarstaður: Asgard
Hjúskaparstaða: Einhleyp
Þekktir ættiningjar: Lorelei (systir)
Einstaka tengsl: Bandalag við loka

Saga:

Amora er fædd í Ásgarði, foreldrar óþekktir. Hún strauk að heiman á unglingsárunum til “land of norns” og fékk þar menntun af Karnilla, einni af öflugstu nornum í vídd Ásgarðs.Þar nam hún alla fræði er æsir þekkja til seiðgjörnings þangað til að Karnilla rak hana burt sökum agaleysis. Hún hélt áfram að læra galdra hjá öðrum galdramönnum og seiðkonum.
Amora var gerð útlæg frá ásgarði af sjálfum Óðni eftir mörg afbrot. En snéri aftur heim til Ásgarðs þegar Blökkuguðinn Surtur frá Muspelheimi gerði árás á Valhöll. Amora reyndi að fá systir sína Lorelei til hjálpar fólki sínu á Ásgarði en Lorelei neitaði. Blökkuguðinn Surtur tapaði stríðinu og eftir það tóku æsir Amoru í sátt á ný og bjó hún nú aftur í Ásgarði. Í hefndarskyni fyrir ógreiðsemi Lorelei þá lagði Amora álög á systir sína, hún gerði hana ástfangna af Loka.
Amora fór með Þrumguðinum Þór til árása á Helu og urðu þau ástfanginn eftir það.
Eftir að Þór yfirgaf hana, þá brotnaði hún niður og snérist á sveif hins illa. En samt undir niðri er hennar heitasta ósk sú að ná ást Þór á ný en hún lýtur svo á að hefnendur með Hulk og Amerika Kaptein í fararbroddi hafi stolið Þór frá sér.

Styrkur:
Styrkur hennar er sá sami og annara kvenna í Ásgarði, hún getur lyft um 25 tonnum.

Superhuman orka:

Seiðkonan Amora er eins og allar konur ásgarðs gyðja sem og meistari í ýmsum galdrafræðum. Hún er einnig eins og allir frá Ásgarði mjög gömul, samt ekki ódauðleg með öllu. Efnaskipti hennar eru með allt öðrum hætti en manna sem gerir hana mun þrekmeiri á öllum líkamlegum sviðum.
Kraftur hennar kemur frá tveimur aðalstöðum: hennar meðfæddi hæfileiki til galdra sem hún hefur lært, og það sem hún hefur áunnið sér frá seiðfólki í Ásgarði.Hún er mjög öflug seiðkona, en þó ekki jafn öflug og Karnilla, en hún er þó á top 20 yfir þá allra öflugstu í Ásgarði. Aðal-áherslan á orku hennar er fegurð hennar og aðdráttarafl sem lætur alla dauðlega slefa. Með einum kossi lætur hún menn fara alveg eftir hennar vilja og hlýða hverri skipun. Hún getur líka notað orkuna á aðra vegu, t.d. getur hún skotið orku-boltum sem geta orðið jafn öflugir 20 pund af TNT. Til dæmis lék hún Kóngulóarmanninn grátt er þau áttust við, einnig féll sjálfur hulk fyrir kossi hennar og lét hún hann njósna um hefnendur fyrir sig til að komast nær Þór. Hafði hún heyrt af áformum Galatusar og Dr. Dooms að ráðast á Ásgarð, vildi hún komast heim með Þór til að verja Valhöll.

Eins og áður sagði getur hún notað orkuna á fleiri vegu. Það eru til dæmis ofskynjanir, tímabundin lömun, getur látið orku beygja eða elta fórnarlambið, getur ferðast milli vídda t.d. frá Ásgarði til Jarðar og einnig getur hún stjórnað náttúrulögmálum að einhverju leiti.

Vopn:

Við tækifæri, notar seiðkonan marga hluti kyngimagnaða hluti fyrir vopn bæði eitur og orku-hluti. Hún hefur til dæmis haldið sálu Valkyrjunnar Brunnhildar fastri í geimsteini og lætur hana þjóna sér.
Ekki er hægt að miða siðferði í dag við siðferði áður fyrr.