Nú veit ég ekki hvernig það er með fólk, hvort einhverjir séu með áhuga fyrir myndasagnagerð. En ef svo er þá er bókin “The Complete Cartooning Course” eitthvað fyrir þig.

Í bókinni er að finna svona reglur eða “guidelines” og ráð um allt frá því hvernig á að teikna og allt til þess hvernig hægt er að gefa út myndasögur.

Hún er í 7. áföngum eða köflum.

1.kafli: Getting to work.
Fjallar um hvernig á að skipuleggja vinnurýmið sittog val á tólum.

2.kafli: Cartoon Drawing.
Mjög basic cartoon teiknun kennd og mikið af góðum æfingum fyrir byrjendur eða lengra komna. Hreyfing, effectar, shading o.f.l.

3. kafli: Cartoon Composition.
Hér er áhersla á staðsetningu og “viewpoint” þess sem er í myndunum. Fyrirgrunnur, miðgrunnur, bakgrunnur myndanna o.s.f.v.

4. kafli: Cartoon Practice.
Notun á “idea bank”. Working from observation. Observation to artwork.

5. kafli: Materials & Methods: Paper media.
Val á pappír, pennum, bleki, tússpennum. Alskonar tækni við að teikna, laga og þannig lagað.

6. kafli: materials & Methods: Digital Media.
Ef þú teiknar í tölvu kemur sér þessi kafli vel. Búnaður er kynntur og þvíumlíkt. Samt er þetta meira yfirlit á hugsanlegum búnaði og tækni frekar en ýtarleg útskýring á t.d. Adobe Photoshop.

7. kafli: Cartoon Formats.
Tegundir myndasagna kynntar. Ráð fyrir þásem hyggjast sjálfir gefa út.

Og þá er það upptalið. Bókin er skrifuð af Brad! Brooks and Tim Pilcher. Hún ætti vonandi að fást í bókabúð nálægt þér og er 160 bls. Mjög góð bók fyrir byrjendur og lengra komna og kennir manni margt.