Ég og félagar mínir höfum verið að vinna að millivefjarmyndaröð, eða internet comic (köllum það bara web-comic, k?) og mestur undirbúningur er búinn, kláraður og kominn í góð not. en það sem okkur vantar núna er hugmynd að því hvernig við eigum að hafa byrjunina. við erum 4 og þetta fjallar um okkur sjálfa. svo, ætti að vera kynning á okkur, eins og einn rammi á mann eða svo? eða ættum við bara að demba okkur í söguþráð (eða bara atriði sem er ekki endilega partur af sögu) og leyfa fólki að átta sig á persónum með tímanum? endilega komið með hugmyndir og uppástungur. allar skoðanir koma til greina. einnig væri gaman að fá að heyra hugmyndir um nafn á söguna.