Ég sendi nýlega inn kork um þessa hugmynd en fannst ég ekki fá nógu mikið rými þar til að kynna þessa hugmynd almennilega.
Hugmyndin var þannig að ef fólk myndi senda inn einhverja 3 ramma myndasögu eftir sjálfa/n sig í hverri viku og síðan yrði einhver ein valin og birt einhvers staðar á áhugamálinu. Mér skilst að Ayo hafi komið með svipaða hugmynd áður en það hafi ekki gengið betur en svo að það hafi verið sendar inn 2 sögur. Ef að þessi hugmynd fellur í góðan jarðveg væri fínt ef að allir gætu verið duglegir við að senda inn sögur. Ég myndi þá leggja mitt af mörkum og vona að aðrir myndu gera slíkt hið sama. Ef að ein vika er of lítill tími til að vinna að þessu í hverri viku þá mætti endilega hafa þetta Myndasaga mánaðarins eða bara hvað sem er annað s.s. Myndasaga næstu tveggja vikna, hehehe, þetta síðasta var smjörlíki(djók). Ég er meira en sáttur við að þetta verði þróað út í eitthvað pínku different en ekki of mikið. Ég vil að það verði talað um þetta og vinsamlegast verið ekki með dónaskap þó að þið séuð ekki samþykk hugmyndinni.
Kv, Yaina