Morris og Goscinny Maurice de Bevere, betur þekktur sem Morris, er einn af tveimur höfundum myndasagnanna um Lukku Láka. Hann teiknar Lukku Láka. Í lok heimsstyrjaldarinnar seinni vann hann í teiknimyndaveri í Belgíu, heimalandi sínu. Er endir komst á stríðið fóru Amerískar teiknimyndir að ræna toppsætinu algjörlega og varð Morris atvinnulaus. Hann fór að reyna við eitthvað en endaði svo í því að reyna við myndasögur. Hann gerði sér hugmyndir og teiknaði loks einmana kúreka að nafni Lukku Láki útaf aðdáun sinni á káboj-vestrum. Hann ferðaðist til Ameríku til að fræðast um myndasögugerð og vestrið. Þar kynntist hann fransk/argentínska rithöfundinum René Goscinny. Goscinny fluttist til Belgíu og fór að vinna við að skrifa sögur handa æstum, hæfileikaríkum teiknurum
og eru sögur hans við myndir Uderzo um Ástrík sennilega þekktustu sögur hans (fyrir utan Lukku Láka). Seinna bað Morris Goscinny að skrifa sögur um Lukku Láka fyrir sig og samþykkti hann það og kom svo fyrsta saga þeirra út árið 1947. Hún hét “Arizona 1880,” eða “Meðal róna og dóna í Arizona.”
Heimildir af http://www.geocities.com/Colosseum/Rink/2457/
Vona að þið séuð sátt, kv, Yainar.