100 Bullets serían er skrifuð af Brian Azzarello og teiknuð af Eduardo Risso. Þetta eru svona glæpasögur af óhappafólki sem er búsett í henni Ameríku. Það eru yfirleitt nokkrar sögur af mismunandi fólki í fyrstu bókunum en svo verður plottið flóknara með hverri bók(ég segi ekki meir).

En þetta gengur út á það að maður með skjalatösku kemur og talar við óhappafólkið og segir að í skjalatöskunni sé möguleiki þeirra á hefnd. Hefnd á þeim sem gerði það að óhappa fólki. Svo kemur bara í ljós hvað verður af því, en í töskunni er byssa og hundrað órekjanlegar kúlur, fólkið er semsagt yfir lögin hafin ef þau láta verða af því.

allaveganna, þetta eru bækurnar sem eru komnar(í réttri röð og alles):

*First shot, last call

*Split second chance

*Hang up on the hang low

*A forgone tommorrow

*The counterfifth detective