Það er leiðinlegt að sjá þetta áhugamál deyja Mér hefur fundist þetta áhugamál frábært alveg síðan ég byrjaði að ofvirkast á því. Það hefur samt verið leiðinlegt að sjá það hrörna upp, sem það hefur verið að gera upp á síðkastið. Það er komið mjög mikið af könnunum (já, ég viðurkenni að hafa gert nokkuð af könnunum) núna nýlega en of lítið af greinum. Annaðhvort er stjórnandinn ekki nógu iðinn við að samþykkja greinar, eða þá að enginn hafi verið neitt sérstaklega iðinn við að senda inn greinar.
Mig grunar um sniff að seinni kosturinn sé réttur. Nú verðum við að taka okkur á í greinaskriftum og setjast og skrifa. Síðustu greinar voru sendar inn 10. júní og er það fyrir ca. 3 vikum síðan. Þetta er ekki nógu gott. Ég veit ekki hvað ykkur finnst en mér fyndist í lagi að senda inn eitthvað á þetta áhugamál á u.þ.b. einsoghálfs vikna fresti. Ég er ekki að gefa neitt í skyn annað en að það vanti greinar. Fýlukallinn stendur fyrir að ég (og örugglega margir fleiri) er leiður útaf greinaskortinum. Þið eigið samt alls ekki að hætta að senda inn kannanir. Sendið inn kannanir alveg eins og þið gerið, sendið bara líka inn greinar. Bæ ðe vei, Gourry, þú stendur þig prýðilega.
Kv, Yainar.