Bone heitir myndasöguflokkur Jeff smith um frændurna Phone Bone,Phoney Bone og Smiley Bone. Þeir lenda í mjög stóru og hættulegu plotti (að sjálfsögðu kemur þar við prinsessa og stórir loðnir kallar með beittar tennur) eftir að nýjasta “scam” eða prett hans Phoney Bone(sem er alltaf að plotta plott)gerir það að verkum að þeim er hennt út úr Boneville, heimabæ þeirra.

Ég hef lesið bækur 2 og 3 í den förste volume og þetta er mjög skemmtilegt. Einfaldur stíll á myndunum sem eru allar í svart hvítu og skemmtilega skrifuð bók bara.

Phone Bone(gæti verið skrifað Fone, man iggi) er svona aðalsprauta tríósins og hann er doldið skotinn í stelpu. Sem er nottlega normalt nema að stelpann er manneskja og hann er Bone(þetta er kannski soldið flókið).

Phoney Bone er einsog áður segir alltaf með svik og pretti.

Að lokum er Smiley Bone en hann er endalaus uppspretta heimsku, ekki skrítið því hann er ekki með heila.

Lesið Bone!