Ég fór að spá um daginn hvort að Batman væri í rauninni
ofurhetja eða nútíma-tækja-hetja með fullt
gadget og græjum.

Nú hef ég ekki lesið margar myndasögur um Batman
en í þeim sem ég hef lesið hefur hann verið mjög
duglegur að nota tæki og tól til þess að
komast eitthvert eða að berjast við illmenni.
En í sannleika sagt hef ég aldrei séð Batman beita
einhverjum sérstökum hæfileikum eða bardagastíl til að
yfirbuga eða elta einhvern.

Flestar ofurhetjur hafa einhverja sérstaka hæfileika eða
einhvern sérstakan bardagastíl.
Sem dæmi gæti ég nefnt m.a. Spider-man sem
hefur (eins og flestir vita) flesta hæfileika köngulóa,
Superman sem að getur flogið og er rosa sterkur og Daredevil (sem er vísu blindur) sem hefur einhvers konar röntgen-sjón.
Þeir nota nú ekki mörg tæki.
Batman er nú samt skemmtileg myndsaga, ég sagði aldrei að það að hann notar tæki væri galli :D