-={Myndasöguskúrinn}=- Sælir, Hugarar.

Mig langar að segja ykkur frá Myndasöguskúrnum sem ég stofnaði fyrir ekki svo löngu.
Upphaflega var Skúrinn stofnaður sem útgáfufyrirtæki á þeim myndasögum sem ég geri. Þegar hefur verið gefin út samantekt á myndasögunum um Sjonna sem birtast í Bleiku&Bláu (sjá nánar hér: www.heimursjonna.com)

Nú er svo komið að Myndasöguskúrinn býr sig undir að þjóna öðru hlutverki.
Frá og með næsta skólaári mun Skúrinn bjóða uppá námskeið í myndasögugerð fyrir fólk á öllum aldri - 9-99 ára :-)

Síðustu tvö ár hef ég kennt myndasögugerð hjá Mími Símenntun og hafa þau námskeið verið vel sótt þrátt fyrir litla kynningu meðal þess aldurshóps sem mest sækir svona námskeið (12-16).
Ég hef því ákveðið að bjóða uppá þessi námskeið og að notast við þá kynningarmöguleika sem hverjum gefst með virku SPAMI á netinu – og hefur það gefist vel hingað til :-)

Á heimasíðu Skúrsins (www.skurinn.ingi.net) má finna allar upplýsingar um þau námskeið sem í boði eru.

…og hvað myndasögunörd er ég að bjóða svona námskeið?
Ég heiti Ingi og hef krotað og krassað frá því að ég man eftir mér og geri enn – í meira mæli en góðu hófi gegnir :-)

Ég ætlaði mér þó aldrei að verða myndasögugerðarmaður (pjúff! -langt orð) en eftir fornám í myndlist – fatahönnun – vinnu á barnaheimili – au-pair starf og ballettnám (ber það ekki með mér í dag) endaði ég með blýantinn í hönd.
Ég hef nú starfað við myndskreytingar og myndasögugerð í ein 5ár og það virðist allt stefna í nokkur ár í viðbót.
Nú er, aftur á móti, kominn tími til að dreifa þeirri reynslu sem ég hef í pokahorninu til þeirra sem áhuga hafa.

Ef þið hafið áhuga eða þekkið einhver sem hefði áhuga á að koma á myndasögunámskeið þá endilega kíkið eða bendið viðkomandi á síðuna: www.skurinn.ingi.net
Þessi námskeið eru ekki ætluð sem eiginleg teikninámskeið (þó að á því verði tekið ef óskað er) heldur innsýn í myndasögugerð.
Óli prik er alveg nógu góð teiknikunnátta :-)

Myndasögur eftir mig:
Mikki&Mangi - í FÍB blaðinu Ökuþór
Skóladagar - í Skólavörðunni. Blað Kennarasambands Íslands
Heimur Sjonna - í Bleiku&Bláu

Bestu kveðjur,
Ingi Jensson
ingi@ingi.net
www.facebook.com/teikningi