Hæ, allir og gleðilega hátíð!

Fékk einhver myndasögu í jólagjöf og þá hvaða sögu og hvernig fannst þér hún?

Ég fékk alveg þræl skemmtilega myndasögubók. Hún heitir “Understanding Comics, The Invisible Art” og er eftir Scott McCloud.
Þetta mjög athyglisverð bók sem, í myndasöguformi, tekur mann í gegnum uppbyggingu myndasögu.
Ég mæli eindregið með þessari bók en hana má finna m.a. á www.amazon.com
Sem dæmi um “pælingu” úr bókinni: Myndasaga er að miklu leiti það sem gerist á milli rammanna, það sem hugur okkar býr til en ekki er sýnt.

Svo fékk ég líka bók númer 5 af SODA en þær sögur eru teiknaðar af Tome (sem einnig teiknar Sval og Val). Aðal hetjan er lögga sem býr hjá mömmu sinni, en hún heldur að hann sé prestur :) Hann klæðir sig alltaf í prestbúninginn í lyftunni á leið til mömmu, nokkuð fríkað dæmi. Ég hef ekki enn lesið fyrstu bókina svo ég get ekki alveg útskýrt hvers vegna, he he!
Það sem heillar mig mest við SODA er í raun ekki sagan sjálf heldur teikningarnar sem ég tel vera skratti góðar. Í raun ekki ósvipaðar Sval og Val.

Jæja, kæru landar, það var þá ekki meira í bili.

Kveðja frá útlandinu,
Ingi
www.facebook.com/teikningi