Hósí Nó kéres er starfræktur á sauðárkróki í samstarfi við Nemendafélag skólans. Helsta markmið Hósí Nó … er að standa fyrir svokallaðri jaðarmenningu, Nú þegar hefur klúbburinn haldið video kvöld þar sem við settumst niður og horfðum anime. Allt sem kallast getur menning á einhvern sess hjá Hósí Nó … innan félagsins eru t.d. aðdáendur Anime, Comics, Lan, Tónlistar og myndlistar. Mismunandi er hversu virk sviðin eru.Við vorum einnig
að setja upp heimasíðuna okkar www.fnv.is/hosi endilega kíkið í heimsókn.

Eiginleg stjórn Hósí Nó er ekki til staðar, eins og er er félagið uppbyggt mjög svipað fjölistahópi, meðlimum er velkomið að vinna að þeim verkefnum sem þeim listir með eða án stuðnings félagsins, þetta er gert til þess að halda allri sköpun í hámarki í stað þess að þurfa að fá samþyki stjórnar getur því hver og einn svo framalega sem verkefnið er ekki fjármagnað af félaginu sjálfu staðið fyrir einhverskonar dagskrá í nafni félagsins. Þetta þíðir að hver blokk er sjálfstæðari en ella.

En Hósi Nó… er ekki bara hópur af vitleysingum sem eru að vinna að sýnum eigin verkefnum, því “stjórn” félagsins sér t.d. um Bíla Bíó einu sinni í mánuði í samstarf við RásFás Fm 93,7 , einnig erum við líka með “kynningar” þar sem við reynum að veita einhverja innsýn í t.d. anime, myndasögur eða annað. Margir muna kannski eftir plötukynningunum framhaldsskólana í “gamla daga” en þessum kynningum svipar mjög til þeirra.

Vikuna 17 - 23 mars er á dagskránni hjá okkur að halda myndlistasýningu í skólanum, þar verður þemað eins og alltaf “allir meiga vera memm”.

Spennandi tími er framundan, og nú er bara að bíða og sjá hvað setur.
QUIS CUSTODIET