Já hver man ekki eftir þeim.
Sval og Félagar- 24 bækur- minnir mig. allur húmorinn í þeim, brilljant. Síðan þegar Tom og Janry tóku við þá fór þetta meira út í spennu og hasar.
Gormur- 4 eða 5 bækur bara um Gorm og fjölskylduna hans. Stórkostlegt. Líf gorman og barnanna þeirra. Mæli með þeim
Litli Svalur- kom út 2 bækur með honum. 'Eg hef aldrei hlegið eins mikið og á þeim bókum. Valur er fjarri góðu gammi eins og allir hinir karakterarnir (gormur og Pési) í staðin er afin, nokkrir vinir hans Svals og uppátæki þeirra. Dýrðlegt
Viggó Viðutan- Hin óborganlegi Viggó skemmti mér og mínum lengi og geriri það enn. Sögurnar hans hættu að koma út miklu fyrr en hinar. Mjög sorglegt :(
Hin Fjögur Fræknu- þetta voru hrútleiðinlegar bækur um 5 persónur og uppátæki þeirra. Mér fannst þær ekki skemmtilegar.
Ástríkur- voru í svona kilju formi, með lélegri kilju. Húmorinn er frábær, stórkostlegar bækur.
Lukku Láki- Svona lala. Fannst hann alltí lagi. Kom út lengst af myndasögunum og það er ennþá hægt að fá þær hjá útgáfufyritækinu.
Hinrki og Hagbarður- Hefur sést í tímaritinu ZETA upp á síðkastið. Þetta voru fáar en góðar bækur. Góður söguþráður var einkenni þessara bóka. Tengust strumpunum.
Strumparnir- bláu litlu kallarnir sem urðu frægir hérna um árið út af misjöfnu myndbandi sem kom á eftir strumpunum bláu. Voru daufir en ágætir í mínum augum.
Sammi og félagar- einkaspæjara á bannárunum, mjög fínir og skemmtilegir.
Ég hef öruglega gleymt einhverjum, það verður bara að hafa það.

Síðan hættu þessar bækur að koma út í kringum 1990, það var sorgartími fyrir mig. Ég á stórt safn af þessum bókum og er hef verið að bæta í það að undanförnu (fann meira að segja sval og val nr 1. Hrakarfarir í Feluborg)

Það væri nú gaman ef þessar bækur væru startaðar aftur. Nostalgía….. en gerist öruglega bara í draumunum mínum.