Andrés er hrein snilld.Á mínu heimili er búið að vera áskrifendur frá 1984 og við eigum líka fullt af eldri blöðum,og jú svo má ekki gleyma dönsku andrésblöðunum.Þetta er fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður hugsar aftur í fortíðina.í hverjum einasta matartíma í öll þessi ár hefur maður náð sér í Andrésmöppu og lesið hana yfir matnum.ég er einn af þessu sem geta ekki annað en lesið þegar ég borða,stundum get ég hamið mig td á Jólum.Nú hvað annað hef ég lesið öll þessi ár ekkert annað en Andrés Önd.Mér finnst td. frekar erfitt að einbeita mér að lestri bókmennta,ég vel frekar myndasögur eins og Hin Fjögur Fræknu,Lukku Láki,Svalur og félagar,Ævintýri Franks,Ævintýri Alexar,Viggó og Palli og Toggi.
Síðan ekki fyrir löngu rakst ég á eintak af Mad Magazine og hef ekki snúið við blaðinu á yfir 25 blöð.
ég segi ,myndasögurnar eru ekki dauðar þær lifa.

KURSK