Hún Wolvie(áður Ingapinka)sagði mér fyrir stuttu með tárin í augunum(smá grín) að hún héldi að myndasögu áhugamálið sitt væri óðum að drepast og ekki væri langt þangað til það yrði jarðað hressilega.Ég varð að sjálfsögðu mjög sleginn við þær fréttir,Því ef Myndasögu-áhugamálið deyr þá deyr partur af lífi mínu(aftur smá grín).En svo við förum nú á alvalegri nóturnar þá eru myndasögur virkilega miskilið listform sumir jafnvel útiloka myndasögur og segja “myndasögur list hahahahahahahahahahahahaha”.Ég kafaði aðeins ofan í ræturnar á þessu máli og sá allt þangað til um miðja
þarsíðustu öld hafa myndasögur verið sagðar list en svo að einhverjum dularfullum ástæðum hefurvið horf fólks til myndasagna breyst sérstaklega þegar myndasögur fyrir fólk af yngri kynslóðinni fóru að birtast.Sá fyrsti til að koma myndasögum inn aftur var Harvey nokkur Kurtzman.Það var árið 1946 Sem Harvey ákvað að helga lífi sínu myndasögum.Eins og flestir listamenn byrjaði hann smátt og fyrsta myndasaga hans sem fékk almenna dreifingu hét hey look ! og birtist í litlu underground blaði sem enginn annar en Stan Lee ritstýrði og hét Timely comics.Hann birti líka greinar um Myndasögur í það en fáir lásu þær.Smá saman þurfti Harvey að játa það fyrir sjálfum sér myndasögur væru ekkert nema jaðarlist(underground-art).Samt gafst hann ekki upp og ákvað að fara á fund með vini sínum William E. Gaines sem einnig hafði barist fyrir nýju viðhorfi á myndasögur,Og eftir hann liggja líka hin frægu orð “engin listgrein er æðri annari”.Gaines var stofnandi myndasögu-útgáfunnar E.C. comics Sem var þekktast fyrir hryllingssmyndasögur á borð við Tales from the crypt og the Vault of horror.Harvey og William voru báðir sammála því að Það sé ekkaert hægt að græða á því að gera myndasögur nú til dags og hún sé að deyja út smátt og smátt eftir langar umræður komust Þeir að því að besta leiðin til að lífg´ana við væri að gera myndasögu sem næði til allra sem allir gætu lesið og haft gaman af þó fólkið sem læsi það væri ekert sérstaklega miklir áhugamenn um myndasögur,Þannig væri örugglega hægt að fá fólk til að hugsa myndasögur sem jafningja.Þannig kviknaði hugmyndin að
Mad magazine .fyrsta tölublað Mad kom út október-nóvember 1952 og hlaut mjög góðar viðtökur.Þeir sem stóðu á bak við það voru
Harvey Kurtzman,Bill elder,Jack Davis og Wallace Wood.Þetta blað þjónaði sannarlega þeim tilgangi sem það átti að gera,allir lásu Mad.Colton Waugh(listamaður)skrifaði meira að segja grein um það fyrir virt dagblað í bandaríkjunum (sem ég man ekki í augnablikinu havað hét),Þar var sagt að Mad væri með því merkilegra sem gerst hefði gerst í heimi bókmenntanna sem var auðvitað mikið hrós fyrir Harvey.síðan þá hefur Mad gefið af sér aðdáendaklúbba,Þátt,Heimasíðu,bækur og að sjálfsögðu eitt frægasta íkon myndasögunnar “The what me worry kid” Sem birtist fyrst á forsíðu blaðsins árið 1954 og hefur alltaf verið þar síðan.
Nú er Mad orðið 50 ára og stendur alltaf fyrir sínu.
Lifi það sem lengst !!!