Weezer - Weezer (1994) Hljómsveitin Weezer var stofnuð árið 1992 í Los Angeles. Hljómsveitin er skipuð þeim Rivers Coumo (söngur, gítar), Matt Sharp (bassi), Pat Wilson (trommur) og Brian Bell (gítar).

Lítið gerðist hjá þeim frá árinu 1992 þar til árið 1994 þegar þeir gáfu út plötuna Weezer. Hún náði miklum vinsældum og 3 lög náðu fljótlega á vinsældarlistana, Undone (The Sweater Song) sem náði 6. sæti, Say It Ain't So náði 7. sæti lista og Buddy Holly sem náði upp í annað sætið, öll á Billboard Modern Rock Tracks listanum. Sumarið 1995 hafði platan svo náð tvöfaldri platínu sölu.

Platan öll hljómar mjög vel í alla staði. Öll lögin á disknum á disknum eru mjög góð en þau sem standa helst upp úr eru Buddy Holly, In the Garage og ,að mínu mati, besta lagið á disknum Say It Ain't So.

þessi plata er nördarokk upp á sitt besta, þétt undirspil og sérstæð söngrödd Rivers Coumo gera þessa plötu að ómissandi meistaraverki í rokki tíunda áratugarins.

****/****

Tenglar:
<a href=“www.weezer.com”> Weezer.com </a>
<a href="http://keightee.weezerfans.com/main.html"> Hvaða Weezer lag ertu? </a