Sonic Youth er bandarísk hljómsveit sem var stofnuð árið
1981. Hljómsveitin hefur ekki setið aðgerðarlaus síðan og
hafa eitthvað um 20 diskar sprottið frá henni. Dirty kom
1992 og var önnur platan þeirra til að ná vinsældum hún
náði þeim titli að verða gullplata.

01. 100%
02. Swimsuit Issue
03. Theresa's Sound-world
04. Drunken Butterfly
05. Shoot
06. Wish Fulfillment
07. Sugar Kane
08. Orange Rolls, Angel's Spit
09. Youth Against Fascism
10. Nic Fit
11. On The Strip
12. Chapel Hill
13. Jc
14. Purr
15. Creme Brulee

Diskurinn er ekki auðveldur í hlustun (ekkert frekar en
annað Sonic Youth efni) en hann er “hæfilega skrýtinn”.
Lögin hafa öll það einkenni að það virðist sem
hljóðfæraleikararnir kunni varla á hljóðfærin og það er
engin leið að vita hvað gerist næst nema hafa hlustað á
diskinn áður.
    Ég mundi segja að diskurinn skipti sér í tvo parta.
Fyrri helming (fram að Orange Rolls, Angel Spit) sem
er þægilegri í hlustun og greip mig um leið. Ég hefði
aldrei farið að hlusta á Sonic Youth ef ekki væri fyrir
þau lög sem voru fremst á þessum disk. Seinni
helmingurinn er svo aðeins skrýtnari, þó hlutarnir séu
alveg jafn góðir. Chapel Hill er eina lagið sem hægt er
að flokka sem “heilbrigt” lag á seinni hlutanum.
    Öll lögin á disknum eru samin af Sonic Youth sem
nema lagið Nic Fit sem er eftir Ian MacKaye og er 59
sekúntna löng ég-veit-ekki-hvað (samansuða af lagi, rugli
og fíflagangi).
    Þeir sem ætla að hlusta á þennan disk þá mæli ég með
því að byrja að hlusta á Theresa's Sound-world, Shoot,
Wish Fulfillment, Suger Kane og Chapel Hill meðan þið
eruð að venjast honum en þegar diskurinn er orðinn dáldið
spilaður þá verða öll þessi snilldar lög að einni gæða 15
laga breiðskífu sem hver sannur rokkari ætti að kunna að
meta.

Þeir sem koma að plötunni:
Kim Gordon : Bassi, Söngur
Ian MacKaye : Gítar
Thurston Moore : Gítar, Söngur
Lee Ranaldo : Gítar
Steve Shelley : Trommur

Peter Beckerman : Mixing Assistant
Edward Douglas : Engineer
Mike Kelley : Artwork
Fred Kevorkian : Assistant Engineer
Kevin Reagan : Art Direction
John Siket : Mixing Assistant
Sonic Youth : Main Performer, Producer
Butch Vig : Engineer, Mixing, Producer
Andy Wallace : Engineer, Mixing
Howie Weinberg : Mastering

Stjörnur: <img src="http://www.hugi.is/icon/stjarna.gif“><img src=”http://www.hugi.is/icon/stjarna.gif“><img src=”http://www.hugi.is/icon/stjarna.gif“><img src=”http://www.hugi.is/icon/stjarna.gif“><img src=”http://www.hugi.is/icon/stjarna.gif">