Smashing Pumpkins - Siamese Dream (1993) Jæja, nú loksins hef ég komið upp “Góðir diskar” kubb. Þetta er fyrsti liðurinn í þeirri áætlun minni að reisa þetta áhugamál upp frá dauðum. Njótið vel

Þar sem þetta er fyrsti plötudómur minn biðst ég velvirðingar á öllum göllum í uppsetningu og fleiru. Þetta er í annað sinn sem ég reyni að senda þetta inn þar sem í gær var ég búinn að skrifa inn langa grein og ýtti á senda, þá var Hugi bilaður. Þess vegna skrifa ég allar langar greinar framvegis upp í notepad eða Word. =)
_____________________________________________

Siamese Dream er annar diskur Chicago rokksveitarinnar Smashing Pumpkins. Hann er ekki svo ólíkur fyrsta disk þeirra, Gish, að því leiti að laga uppbyggingin er nokkurn veginn sú sama. Þó eru þunglyndisballöður Corgans mun meira áberandi á þessum disk.

Á þessum disk er í raun hægt að finna allt sem Smashing Pumpkins hefur upp á að bjóða. Hér eru þunglyndisballöður, hrátt rokk og allt þar á milli.

Þessi diskur hefur það allt.

****/****

Endilega komið með gagnrýni á mig og diskinn. Hvernig ég ætti að byggja upp dómana og fleira.

Kveðja,
Daywalke