Silverchair - Freak Show (1997) Silverchair er áströlsk sveit skipuð af
ungum piltum sem voru á átjánda ári
þegar diskurinn þeirra Freak Show kom
út. Þrátt fyrir ungan aldur höfðu
Silverchair áður gefið út diskinn
Frogstomp og komust á kortið með laginu
Tomorrow. Drengirnir þrír hafa gefið út
tvær aðrar skífur eftir Freak Show og
má segja að þeir hafi þroskast ótrúlega
gegnum árin. Frá hinu Nirvana-ættaða
grugg rokki yfir í útpælt rokk spilað
með sinfóníu sem mætti kannski kalla
post-grugg.
    En Freak Show inniheldur mest
megnis hrátt rokk og eru eftirfarandi
lög á þeim disk:

01. Slave
02. Freak
03. Abuse Me
04. Lie to Me
05. No Association
06. Cemetery
07. The Door
08. Pop Song for Us Rejects
09. Learn to Hate
10. Petrol & Chlorine
11. Roses
12. Nobody Came
13. The Closing

Diskurinn er grípandi og lögin eru
flest einföld og þægileg í hlustun.
Þrátt fyrir þessar einföldu lagasmíðar
ná Silverchair ótrúlega fallegum
melódíum eins og sést hvað best í
lögunum Freak, No Association og Learn
to Hate
.
    Á Freak Show má nú samt sjá byrjun
á þeirri þróun sem Silverchair áttu
eftir að ganga í gegnum. Þessi stefna
sem þeir voru að taka í tónlist sinni
heyrist ekki greinilega á Freak Show
nema í einu lagi (Cemetery) en hún er
samt gegnum gangandi í flestum lögunum
og finnst mér það vera eitt af þessum
stórkostlegu hlutum við þennan disk.
Það er þessar djúpu pælingar í þessum
einföldu lögum.
    Einn stór galli er nú samt sem áður
á Freak Show. Það er lagið Petrol &
Chlorine
. Lagið er ekkert sérstakt og
passar engan veginn þar sem það er á
disknum. Það virðist eiga að þjóna
einhverjum tilgangi við að brjóta upp
á milli Learn to Hate og Roses sem eru
bæði mjög þung og rokkuð lög en hins
vegar þá missir Petrol & Chlorine alveg
marks þar og væri mun flottara ef Roses
kæmi strax á eftir Learn to Hate.
    Diskurinn er vel saman settur þrátt
fyrir þetta eina lag. Lögin eru misgóð
eins og á öllum diskum og standa þar
Freak, Abuse Me, No Association, Learn
to Hate
og The Closing með hæstu
einkunn.

stjörnur: 4/5